Andvari - 01.01.1905, Síða 81
Ritsímamálið.
75
bands við skip á sjó úli. Heimilt er og stjórn ís-
lands, áður leyíi þetla er á enda, að stofna þráð-
laust firðritunarsamltand milli Færeyja og einhvers
staðar í nánd við Reykjavík, ef stjórninni þykir það
æskilegt, með því skilyrði, að telagið íái sömu borg-
un fyrir braðskeyti send með loftritunartækjunum,
eins og fyrir sæsimaskeyli frá eða til eða gegn um
ísland. Meðan slíkt þráðlaust samband er reglu-
lega notað, færist lillag það frá landssjóði, sem
nefnt er í 2. gr., niður um 13,000 kr. á ári.
7. gr.
Svo framarlega sem aðrir en félagið, meðan
leyfi ])etta stendur, sækja um leyfi lil að koma á
firðritunarsambandí milli íslands og' einhvers lands
utan Evrópu, þá skal félaginu geíinn kostur á að
láta uppi álit sitt, og að öllu jöfnu hafa forgangs-
rétt lil þess að fá leyíið.
Sé ritsími lagður milli íslands og einhvers
lands utan Evrópu, skal færa niður tillög þau sem
nefnd eru í 2. gr., með tilliti til hagsmuna þeirra
sem félagið fær við það.
8. gr.
Peir starfsmenn, sem seltir verða til þess að
rækja sæsimastöðvarnar í Pórshöfn og á Seyðisfirði
(Reyðaríirði), skulu liafa rétt innbörinna manna í
Danmörku. Peir skulu vinna eið, þann sem stíl-
aður er dönskum fitsimamönnum um að gæta
þagnarskyldunnar, og skulu hlíta hegningarákvæð-
unum í lögum 11. Maí 1897, 18. gr.
9. gr.
Danmerkurstjórn áskilur sér rétl til þess, að
stansa alveg sambandið gegn um þráðinn af ástæð-
um, sem að almenningsöryggi lúta, án þess félagið
geli áll heimting á neinum skaðabótum fyrir það.