Andvari - 01.01.1905, Page 91
Um
forsetakosningu í Bandaríkjunum.
(Hcimildarrit: James Brycc: Tlic American Commonwealtli).
Bandaríkin (Tlie United States) í Norður-Amer-
íku eru, eins og nafnið ber með sjcr, bandalag af
mörgum sjálfstæðum ríkjum, sem hvort um sig hefur
löggjöf sína, stjórn og dómstóla út af fyrir sig í sjer-
málum sínum. Ríki þessi voru upprunalega, þegar
stjórnarskrá Bandaríkjanna frá 17. september 1787
öðlaðist gildi 1. marz 1789, 13 að tölu, en eru nú
orðin 4(5. Stjórnarskráin var fyrst samin á þingi í
Philadelphiaí Pennsylvaniu.þar sein voru saman komn-
ir fulltrúar í'rá öllum ríkjunum, og síðan var lnin
samþykkt af liverju ríki fyrir sig. Pessi stjórnarskrá
nær aðeins til almennu málanna, alríkismálanna, og
skipar aðeins fyrir um löggjöl', stjórn og dómstóla, að
því er þau snertir. Hún snertir alls ekki hin sjer-
staldegu málefni hvers einstaks ríkis, og löggjafarvald
og stjórn Bandaríkjanna hefur ekkert vald til að hafa
nein afskipti af þeim, enda mundu þegnarnir ekki
taka í mál að lilýða nje dómstólarnir að dæma eptir
lögum frá löggjafarvaldi alríkisins, sem snertu sjer-
stakleg málefni einstaks ríkis eða allra ríkja í sam-
bandinu,