Andvari - 01.01.1905, Qupperneq 94
88
Um forsetakosningu
má eiga sæti í ráðherradeildinni eða fulltrúadeildinni.
Báðar þingdeildir liafa jafna lilutdeild í löggjafarvald-
inu, nema að öll fjárhagslög eiga að berast fyrst upp
í fulltrúadeildinni; ef deildirnar greinir á — ráðherra-
deildin drepur miskunnarlaust frumvörp fyrir fulltrúa-
deildinni — er sett nefnd: 3 menn úr hvorri deild, og
geti þeir ekki komið sjer saman, fellur frumvarpið
niður. Þingmenn í báðum þingdeildum liafa 5000
dollars (18000 kr.) í árslaun og fá endurgjald fyrir
ferðakostnað eptir mílutali og 125 dollars (450 kr.)
til ritfanga. Forsetinn í fulltrúadeildinni erkosinn af
deildarmönnum og hefur 8000 dollars (28800 kr.) í
árslaun. Hann er venjulega einhver helzti maðurinn
í þeim ílokki, sem í það skipti ræður mestu í full-
trúadeildinni, og gengur næstur forseta Bandaríkjanna
að virðingu, enda er hann mjög mikils ráðandi, því
að flestöll störf deildarinnar eru venjulega framkvæmd
annaðlivort í standandi þingnefndum1 eða í lausa-
nefndum, en forsetinn skipar menn í þingnefndirnar
og jafnvel formanninn í hverri nefnd. Hann ræður
þessvegna, hverjir þingmenn fá nokkuð að starfa í
deildinni, og lætur sína eigin flokksmenn jafnan ganga
l’yrir, líka ræður hann á þennan liátt mikið til úr-
slitum málanna, því tillögur nefndarinnar eru alla
jafna samþykktar í deildinni. í sambandsþinginu eru
borin upp á hverju þingi ósköpin öll af frumvörpum,
12000—15000, en afþeim verður ekki þrílugasti, jafn-
vel ekki íimmtugasti hlutinn að lögum, enda er mesti
1) Föstu nefndirnar eru G0 að tölu eða íleiri og sitja í 2 ár. Merk-
astar þeirra eru ijarhagsnefndirnar (ConuniUee of Ways and Means, com-
mittce on Appropriations og conunittec on lliuers and Harbours), en eng-
in samvinna er milli þeirra. Tekjurnar eru ákvarðaðar án nokkurs til-
lits til útgjaldanna og útgjöldin án nokkurs tillits til tcknanna. Tekjurn-
ar eru nærri eingöngu tollar, og tollarnir eru verndartollar, scm gel’a svo
mikinn afrakstur, að það verður á hverju ári ákaílcga mikill afgangur.
22 fyrstu árin eptir styrjöldina miklu (18G1—18G5) voru liorgaðar af tekju-
afgangnum 1800 millíónir dollars (G180 millíénir kr.) uppi ríkisskuldirnar,
sem stöfuðu af herkostnaðinum. Nú er tekjuafgangnum mcst varið til
herskipabygginga.