Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 95
í Bandaríkjunum.
89
sægur borinn upp til málamyndar, aðcins til að þókn-
ast kjósendunum, og án þess að flutningsmenn ællist
til, að þau nái fram að ganga.
Framkvæmdarvaldið er hjá forsetanum. Hann
liefur æðstu yfirráð yfir lier og liota; hann gjörir
samninga við útlend ríki og veitir öll æðri alríkisem-
hætli með ráði og samþykki ráðherradeildarinnar;
liann náðar menn og veitir uppgjöf á sökum gegn
alríkinu; hann staðfestir lög og úrskurði frá þinginu
og getur kallað þingið saman til aukafunda. Forset-
inn er kosinn til 4 ára i senn með tvöföldum kosn-
ingum, þannig að allir kjósendur, sem kosningarrjett
hafa í hverju ríki, kjósa kjörmenn, sem svo aptur
kjósa forsetann. Kjörmennirnir úr hverju ríki eru
jafnmargir og þingmenn þess í samhandsþinginu, þ.
e. ráðherrar og fulltrúar samantaldir. Minnstu ríkin
kjósa þannig ekki nema 3 kjörmenn, en New York
t. a. m. 36 kjörmenn og Pennsylvanía 30. Kjörmenn-
irnir mega ekki vera embættismenn alríkisins, Með
þessum tvöföldu kosningum ætluðu höfundar stjórn-
arskrárinnar að koma því til leiðar, að hæfasti mað-
urinn yrði kosinn forseti Bandaríkjanna, án tillits til
hverjum stjórnmálaflokki hann fylgdi, því þeir gjörðu
ráð fyrir, að livert ríki mundi kjósa sína beztu menn
fyrir kjörmcnn og' kjörmennirnir aptur hezta mann
Bandaríkjanna fyrir forseta. En það hefur orðið
annað ofan á i reyndinni, því forsetakosningin hefur
orðið mestakappsmál milli stjórnmálaflokkanna, svo að
allt kemst í uppnám í Bandaríkjunam 4. hvert ár1,
þegar forsetakosningin á fram að fara. Forsetinn má
ekki vera yngri en 35 ára og ekki hafa átt lieimili
í Bandaríkjunum skemur en 14 ár.
í Bandaríkjunum liafa frá upphafi verið lil stjórn-
málaílokkar, en aldrei nema tveir í einu, sem noklc-
uð mikið hefur kveðið að. I3egar áþjóðþinginu 1787,
sem samdi stjórnarskrána, komu upp 2 ílokkar; ann-
J) paö ár, er 4 ganga upp i ártalinu,