Andvari - 01.01.1905, Síða 98
92
Ura forsetakosningu
ingar og embættismannakosningar í ríkjunum. Til eru
fleiri stjórnmálaílokkar, sem minna kveður að, t. a,
m. the Greenback1 2 party, sem vill auka peningaveltu
i ríkjunum með því að gefa út meira af peningaseðl-
um, „the Labour party“ verkmannaflokkurinn, „tlie
Prohibitionist party“ vínsölubannsflokkurinn „the Wo-
mens Suffrage party“, flokkur, sem vill veita konum
atkvæðisrjett og loks „the Mugwumps"2 eða óháðir
samveldismenn, sem vilja láta veita embættin eptir
verðleikum umsækjanda en ekki eptir ílokksfylgi. Sam-
veldismenn eru fjöbnennastir í Nýja-Englandi og norð-
vesturríkjunum, en sjerveldismenn í suðurríkjunum;
í miðríkjunum New Jersey, New York, Ohio, Indiana
og Kyrrahafsríkjunum vega flokkarnir mikið til salt.
Flokkarnir liafa mjög fullkomið og vel fyrirkom-
ið skipulag og öfluga stjórn; þeir hafa nefndir íhverju
kjördæmi, hverju sveitarfjelagi, hverju bæjarfjeiagi og
hverju ríki og að síðustu miðnefnd fyrir alríkið. Þcg-
ar á að kjósa forseta í Bandaríkjunum, þá er fyrst
að vita, hvern hvor flokkurinn vill liafa fyrir forseta.
Við tvær fyrstu forsetakosningarnar (1789 og 1792),
kom þetta ekki til, því þá vildu allir, undantekning-
arlaust, hafa George Washington fyrir l'orseta, og við
'þriðju forsetakosninguna (1796), kom það liefdur ekki
til, þvi þá vildu allir Federalistar hafa John Adams
og allir Repúblíkanar hafa Thomas Jefferson; um það
þurfti ekki að spyrja. Við næstu forsetakosningar
var það almennt, að sambandsþingmennirnir úr hvor-
um flokki kæmu sj.er saman um og styngju upp á
forsetaefninu, en það þótli ekki nógu alþýðlegt, og
komst þá smátt og smátt á sú rcgla, sem nú er fylgt,
að allir kjósendur í Bandaríkjunum tilnefni forseta-
1) „Greenbaek“ er ameríkskur peningaseöill.
2) Nafnið er tekið úr máli Indíana og þýöir þar liöföingi eða aldr-
aður maður. Fyrir fylgi Mugwumpanna fjekk Cleveland öll atkvæðin úr
New York 1884 og lilaut forsctakosningu, þó lutnn vmri sjerveklismaður.