Andvari - 01.01.1905, Síða 105
í Bandarikjunum
99
hesti« eða »uppáhaldssyni«, sem hefur haí't lílið fylgi
þangað til, og ávinna með því hæði að steypa keppi-
nautnum og að koma sjer í mjúkinn hjá þeim, sem
þeir hallast að. Pegar svo fylgendur annara »brúnna
hesta« og »uppálialdssona« sjá, að það muni vera
vonlaust að koma að sínum manni, ganga þeir líka
í lið með sama forsetaefninu, svo að hann fær meiri
hluta atkvæða. Líka ber það við, að þegar »átrún-
aðargoð« sjer, að sjer er ómögulegt að vinna neitt á,
þá simar hann fylgismönnum sínum, að þeir skuli
hætta við sig og gefa öll atkvæði sín einhverjum,
sem fá atkvæði hefur fengið þangað til. Svo var á
þjóðfundi samveldismanna í Chicago 1880, að Blaine,
semvar annað »átrúnaðargoðið«, simaði umboðsmanni
sínum eptir rúmar 30 atkvæðagreiðslur, þegar hann sá
að hann gat ekki unnið slig á Ulysses Grant, sem var
hitt álrúnaðargoðið og bauð sig fram í 3. sinn, að
allir sínir fylgismenn skyldu kjósa general Garfield,
og það reið baggamuninn, svo að Gar/ield var kos-
inn í 2. atkvæðagreiðslu þar á eptir.
Þeir, sem eru tilnefndir á þjóðfundinum sem for-
setaefni og varaforsetaefni, gela átt von á fylgi alls
ílokksins og hvers einstaks flokksmanns við sjálfa
fullnaðar-forsetakosninguna, en þeir eiga enga heimt-
ingu á slíku fylgi. Ekki einu sinni í Bandaríkjun-
um er flokksaginn svo strangur, að hverjum einstök-
um ílokksmanni verði þrýst til að kjósa hið tilnefnda
forsetaefni. Þjóðfundurinn getur ekki gjört meira en
mælt fram með forsetaefninu, og almenningsálitið get-
ur ekki gjört annað en brennimerkja þá, sem skerast
undan merkjum, sem liðhlaupa (,,Kicker“ eða ,,Bolter“),
og flokksstjórnin ekki annað en stryka hann út úr
fjelagatali sínu. Ekki einu sinni þjóðfundarfulltrúarnir
sjálíir eru skuldbundnir. Að vísu hefur meiri hlutinn
alltaf viljað deinba slíkri skuldbindingu á minni hlut-
ann, en orsökin lil þess, að þessari reglu hefur ekki