Andvari - 01.01.1905, Qupperneq 106
100
Um forsetakosningu
orðið komið á með þjóðfundarályktun er sú, að menil
eru hræddir um, að af því kynni að leiða fjandskap-
ur, og að einbeittir og óháðir menn mundu þá neita
að sitja á þjóðfundinum sem fulltrúar eða ganga af
fundi, þegar þær sæju, að maður, sem þeim væri mjög
á móti skapi, ætlaði að bera sigurinn úr býtum. A
þjóðfundi samveldismanna í Chicago í júní 1880 var
að vísu samþykkt með 71(5 atkvæðum gegn 8 álykt-
un, sem var nei'nd ,,the Iron clad Pledge“ (járnvarða
skuldbindingin), um, að sjerhver þjóðfundarmaður
væri skyldur til að viðlögðum drengskap sínum að
styðja þann mann, sem þjóðfundurinn tilnefndi, hver
sem hann kynni að verða, og enginn skyldi halda
sæti sínu á fundinmn, sem ekki vildi ganga að þessu.
Á þjóðfundi samveldismanna í Chicago í júní 1884
var aptur borin upp sama ályktunartillaga, en þá
mætti hún svo mikilli mótspyrnu, að það varð að
taka hana aptur, enda fór svo, að margir merkir full-
trúar1 börðust með alelli móti lilaine, sem á þjóð-
fundinum var tilnefndur forsetaefni samveldismanna,
gengu í lið með sjerveldismönnum og kusu forseta-
efni þeirra Cleveland, sem náði forsetakosningu fyrir
bragðið.
Þegar ílokkarnir eru búnir að tilnefna forsetaefni
sín og varaforsetaefni, þá slettir að miklu leytiílogn
um tíma, meðan sumarhitinn er mestur, því þá fara
ílestir, sem efni hafa á því, annaðhvort lil sjóbaða,
eða upp í hálöndin, en þegar hitinn fer að minnka í
septemljer, er aplur lekið lil óspilltra málanna, og
allan október er mesta orrahríð milli llokkanna í öll-
um Bandaríkjunum. Hingað til hefur verið barizt
um, hver ælli að verða íorsetaefni hvors ílokksins,
en nú leiða flokkarnir hesta sína saman og hefja
baráttuna um, hvort forsetaefnið eigi að verða ofaná.
1) Það voru þeir svo nefndu „Mugwumps“ sjá 92. bls. lijer a<^
framan.