Andvari - 01.01.1905, Page 107
í Bandaríkjunum
101
Baráttan byrjar á þvi, að bæði forsetaefnin lýsa því
yfir, að þeir taki á móti kosningu, í opnu brjeíi, sem
opt er lieil bók, þar sem þeir skýra frá skoðun sinni
á hag þjóðarinnar, liverra umbóta þuríi við, og hvern-
ig þeir hugsi sjer að koma þeim fram. Þessi opnu
brjef eru ásamt stefnulýsing þeirri, sem samþykkt var
á þjóðfundinum, stefnuskrár flokkanna. Brjef forseta-
efnanna eru birt um endilöng Bandaríkin, og ýmist
lofa blöðin þau á hvert reipi eða þau niða þau nið-
ur fyrir allar hellur, eptir því hverjum ílokki þau
fylgja. Jafnframt skipa þjóðfundirnir sína miðnefnd-
ina hvor fyrir öll Bandaríkin og kjósa í hana mann
úr hverju ríki, og auk miðnefndanna eru nefndir i
hverju ríki og í hverju bæjarfjelagi og sveitarfjelagi.
Miðnefndirnar setjast þegar á laggirnar og koma sjer
saman um, hvernig eigi að liaga kosningaleiðangrin-
um. Þæi' safna saman peningum hjá ríkum og ein-
lægum flokksmönfium, opt geysimiklu fje, og veita
al' því styrk til rikis- og sveitanefndanna og til ein-
stakra manna1, til þess að því sje varið í þarfir leið-
angursins. Pær bera sig saman við leiðandi stjórn-
málamenn og mælskumenn í flokknum, og raða niður,
í hvaða ríki eða ríkishluta, liver þeirra eigi að stíga
í ræðustólinn. Hvort forsetaefnið fer sjálft á stað, er
undir því komið, hvort hann er mælskur eða ekki;
sje hann mælskumaður, fer hann um efasömu ríkin,
og heldur ræður vikum saman tvisvar og þrisvar á
dag2; þess á milli tekur hann á móti grúa af kjós-
endum og tekur í höndina á þeim öllum og heilsar
upp á konur þeirra. Nefndirnar láta prenta ogdreifa
út ógrynni af pjesum, flogritum, ræðtun, vottorðum,
blöðum og blaðasneplum, og flokksblöðin ílytja áln-
1) Pað þykir cnginn minnkun að því, að einstakir menn taki liorg-
l*ií, ekki að eins ferðakostnað, lieldur líka þóknun, fyrir að ferðast um
og lialda rœður og fyrir aðra vinnu í þarfir kosninga-leiðangursins.
2) Árið 1894 fór Mac-Kinley uin 18 ríki og hjelt 305 ræður.