Andvari - 01.01.1905, Side 109
í Bandaríkjunum.
103
sjeu einlægir flokksmenn, því að þeir eru skuldbundnir,
að viðlögðum drengskap, að kjósa það forsetaefni,
sem þjóðfundur flokksins hefur tilnefnt. Síðan koma
kjörmennirnír saman, hver deild í sínu ríki, þriðju-
daginn eptir fyrsta mánudag i nóvember1 og kjósa
forseta. Atkvæðin úr hverju ríki eru látin í umslag,
forsigluð og send til Washington, opnuð þar af forseta
ráðherradeildarinnar (varaforseta Bandaríkjanna) og
talin í viðurvist beggja þingdeilda. Atkvæðin eru tal-
in hvert innan um annað, ckki eptir ríkjum,
svo þau koma öll til greina, þannig að þau
atkvæði, sem kynnu að vera í minni liluta úr einu
ríki, eru lögð við atkvæði kjörmanna úr öðrum ríkj-
um á sama í'orsetaefni. En oðru máli er að gegna
um kjörmannakosningu; þar búa stjórnmálaflokkarn-
ir til sinn listann hvor yíir kjörmenn, og kjrs hvor
ílokkur sinn lista, en kjörmennirnir á þeim listanum,
sem fær fleiri atkvæði, kjósa einir forseta af hálfu
þess ríkis. Pennsylvanía hefur 30 kjörmenn eða 30
alkvæði; hvor llokkurinn býr til lista með 30 nöfn-
um á fyrir ríkið; þeir sem standa á öðrum listanum,
samveldismenn, kjósa allir sama mann, t. a. m. Blaine;
þeir, sem eru á hinum listanum, sjerveldismenn, kjósa
lika allir sama mann, t. a. m. Cleveland. Samveldis-
mannalistinn verður ofan á með t. a. ín. 470000 at-
kvæðum á móti 390000, og Blaine fær þannig öll at-
kvæðin 30 úr Pennsylvaníu, en þau 390000 atkA'æði,
sem lentu á sjerveldismannalistanum eru ckki lögð við
önnur sjerveldismannaatkvæði í öðrum ríkjum, lield-
ur falla þau niður, verða ónýt. Af þessu leiðir, að
kosningabaráttan er alltaf áköfust i vafasömu ríkjun-
um, þar sem fylgismenn beggja flokka eru nokkurn
veginn jafnmargir, en mjög dauf í þeim ríkjunum,
þar sem annarhvor flokkurinn er í sjálfsögðum meiri
1) í fyrra (1904) var forsoiakosningin 8. nóvembcr, af því að mán-
Uöurinn byrjaði á þriðjudag.