Andvari - 01.01.1905, Side 111
í Bandaríkjunum.
105
en nú fengu þeir Thomas Jefferson og Aaron Burr
jöfn atkvæði. Kjósendur Jeffersons ætluðu að kjósa
hann fyrir forseta en gæltu ekki að því, að þeir kusu
allir lika Aaron Burr, sem þeir ætluðust lil að yrði
varaforseti, svo kosningin varð ómerk. Eptir langa
stælu kaus fulltrúadeildin Jefferson til forseta, og var
það Hamiltou að þakka, því að atkvæði tveggja rikja
voru lengi tvískipt, en hann fjekk þá þingmennina
úr þeim, sem voru Federalistar, til að kjósa Jeffcrson,
af því að hann áieit Jefferson ekki eins hættulegan
fyrir ríkið eins og Burr. Þetta tiltæki Hamiltons, sem
var sprottið af eintómri föðurlandsást, því Jefferson og
hann voru grimmustu óvinir, varð til þess, að Bnrr
skoraði Hamilton á hólm, og fjell Hamilton í því ein-
vigi, og var hann mjög harmdauði. Hitt skiptið var
1824; þá fjekk Andrew Jackson 99 atkvæði, en þrír
keppinautar hans 1(52 atkvæði. Þá kaus fulltrúa-
deildin Jolm Quincey Adams fyrir forseta með al-
kvæðum 13 ríkja. Jackson fjekk atkvæði 7 ríkja, en
Crawford 4. Við svona lagaða forsetakosningu nær
almenningsviljinn ennþá síður rjetti sínum, en við tvö-
falda kosningu, því setjum svo, að þingmenn 24 minni
ríkjanna kjósi eitt forsetaefnið, en þingmenn 22 stærri
ríkjanna annað, þá verður forsetaefni 24 minni rílcj-
anna forseti, þó að fólkstala þeirra sje stórum minni
en í hinum stærri 22 ríkjum.
Þó að ákvæði stjórnarskrárinnar sjeu ekki vel
ljós, virðist liún hafa ætlazt til, að forseti ráðherra-
deildarinnar teldi atkvæði kjörmannanna og skæri
úr öllum spurningum um lögmæti kosningarinnar, en
af því að báðar deildir eiga lieimting á að vera við-
staddar við atkvæðatalninguna, hafa þær hrifsað til
sín úrskurðarvaldið í þessum málum og vitanlega
látið flokksfylgi ráða úrslitunum, Það væri nú golL
og Ijlessað, ef það væri þá víssa fyrir að fá ávallt
fullnaðarúrskurð; en þegar sinn flokkurinn ræður í