Andvari - 01.01.1905, Page 113
í Bandaríkjunum.
107
4 dómurum úr hæstarjetti, sem tilnefndir voru í þiugs-
ályktuninni, voru 2 samveldismenn og 2 sjerveldis-
menn, svo að þarna stóðu 7 samveldismenn á móti
7 sjerveldismönnum, en 5. dómarann úr hæstarjetti
áttu hæstarjettardómarnir 4 að kjósa, og þeir kusu
samveldismann, svo samveldismennirnir í nefndinni
urðu 8 en sjerveldismennirnir 7. Nefndarmenn voru
hjer um hil allir lagamenn og höfðu lagt eið út á
að vera óhlutdrægir, en ágreiningsatriðin, sem þeir
áttu að skera úr, voru svo vafasöm og flókin, að
heilbrigður lagamaður og heiðvirður þingmaður gat
liallast eins vel að einum úrslitunum cins og hinum.
Úrslitin urðu samt þau, að öll ágreiningsatriðin um
kosningarnar í þessum 4 ríkjum voru úrskurðuð
samveldismönnum i hag, hvort um sig með 8 sam-
veldismanna atkvæðum gegn 7 sjerveldismanna at-
kvæðum; kosningar samveldismanna kjörmannanna
voru allar úrskurðaðar góðar og gildar, svo að Haijes
fjekk 22 atkvæði í viðból við sín 163 eða 185 alls,
einu fleira en Tilden, og varð forseti. Úessi úrslit
vöktu megnustu óánægju og kurr svo að til vand-
ræða horfði, en Tilden má eiga það, að liann taldi
fylgismenn sína á að una við úrslitin, þó að þau
væru honum í óhag. Svo liðu 10 ár, að ekkert var
gjört til að fyrirbyggja, að sama hneyxlið gæti kom-
ið fram aplur; loks var ákveðið með lögum 1887, að
í hverju ríki skyldi skipa dómstól, sem úrskurðaði
um lögmæti kjörmannakosninga úr ríkinu, og ef cill-
hvert ríki hefði ekki skipað slíkan dómstól, skyldi
sambandsþingið úrskurða um lögmæti kosninganna,
þegar þær væru tvennar, en greindi þingdeildirnar
á, skyldu atkvæði ríkisins falla niður. það er að
vísu liætt við, að með þessu fyrirkomulagi verði úr-
slilin einatt hlutdræg, en hvað uin það, betri hlut-
dræg úrslit en engin úrslit.