Andvari - 01.01.1905, Síða 116
110
Um fbrsetakosningu
Taki þingið þá frumvarpið upp aptur og samþykki
það á uý með 2/s atkvæða í hvorri deild, þá verður
það að lögum án undirskriptar forsetans. Þetta synj-
unarvald forsetans hel'ur reynzt vel. Washinyton
synjaði að eins tveim frumvörpum um staðfestingu,
og í 96 ár, þangað til Cleveland varð forseti 1885,
var aðeins 77 frumvörpum synjað um staðfestingu,
en Cleveland synjaði fleiri frumvörpum staðfestingar
en allir fyrirrennarar hans samantaldir.1 Eingöngu
árið 1886 synjaði hann 115 frumvörpum staðfesting-
ar; af þeim voru 8 tekin upp aptur, en að’eins 1
þeirra var samþykkt á ný með 2/s atkvæða í livorri
deild. Þessar lagasynjanir mæltust mjög vel fyrir hjá
þjóðinni; þær þóttu bera vott um sjálfstæðni og stefnu-
festu og studdu mjög míkið að því, að Cleveland var
endurkosinn forseti. Pjóðin lítur svo á, sem laga-
synjanirnar sjeu ómissandi verndarráð mót fljótfærni
og alhugaleysi þingmannanna og móti tilhneyging
þeirra til að láta undan áhrifum af liálfu kjósenda
sinna eða láta leiðast af öðrum verri hvötum.
Forseti veitir öll alríkisembætti, þau þýðingar-
meiri samt að eins méð ráði og samþykki ráðherra-
deildarinnar.2 1 þessu efni hefur komizt sá rekspöl-
ur á, að þegar forsetinn á að veita eitthvert innan-
ríkisembætti, þá er ætlazt lil, að hann ráðfæri sig við
ráðherrana úr því ríki, þar sem embættið er, það er
að segja, þá ráðherra, sem eru ílokksbræður lians,
og fari eptir tillögum þeirra. Á þennan rekspöl kom
snurða 1881; þá átti Garfield forseti að veita áríðandi
tollembætti í ríkinu New York, en hafnaði þeim um-
sækjanda, sem Roscoe Conkling, ráðherra frá New
‘) Hann var því auknefndur »//te Veto Presidenta.
2) Pað hefur alltaf verið álitið, að forsetinn þuril ekki samþykki ráð-
herradeildarinnar til veitingar á ráðgjafaembættunum, en þau cru 7:
Secrctart/ of state (utanríkisráðgjafi), fjármálaráðgjafi, liermálaráðgjafi,
sjóliðsráðgjafi, innanríkisráðgjaíi, Attorney general (nokkurs konar dóms-
inálaráðgjafi) og aðalpóstmeistari.