Andvari - 01.01.1905, Side 119
Fiskirannsóknir
113
konsúlent Danastjórnar C. F. Drechsel mér bréf sum-
arið áður, ei'tir nokkur bréfaskifti okkar á milli um
málið, og bað mig að láta stjórnarnefnd rannsókn-
anna vita, liver þau atriði væru, er eg einkum ósk-
aði að yrðu rannsökuð sérstaklega og rannsaka mætti
til gagns fyrir íslenzkar fiskiveiðar. í stjórnarnefnd
þessari eru, auk Dreclisels, þeir Dr. C. G. J. Petersen,
forstöðumaður dönsku sjólíffræðisstöðvarinnar (for-
maður nefndarinnnar), C. H. Ostenfeld, umsjónar-
maður jurtasafnsins í Kaupmannaliöfn og M. Knud-
sen, dósent við háskólann.
Eg ritaði svo Drechsel hréf um veturinn og tók
þar fram 17 atriði, er eg áleit merkilegust og æski-
legt að yrðu annaðhvort rannsökuð beinlínis eða ef
þau væru þess eðlis, að beinum rannsóknum yrði
eigi komið við, að þá yrði tekið allt tillit til þeirra
við rannsóknirnar. þessum atriðum lét eg svo fylgja
athugasemdir til skýringar og leiðbeiningar.1)
Þessi atriði voru:
1. Að la eins fullkomna skýringu og auðið er á
straumum og hitahlutföllum í sjónum kringum ísland
á ýmsum tímum ársins, að hve miklu teyti þau eru
liáð veðráttunni og hver áhrif þau hafa á göngur
fiskanna.
Eg hygg aö straumar og hiti liljóti að varða mjög miklu
með tilliti til fiskiveiða víð ísland. Þrátt fyrir hið mikla
og mikilvæga verk, sem þegar hefur verið unnið í þessu
tilliti af dönskum mælinga-skipnm, er þó eflaust margt,
sem enn þarfnast ýtarlegri skýringar, einkum hvernig
þessu er háttað á ýmsum timum ársins. Sérstaklega álít
eg að íshafsstraumurinn hljóti að hafa mikil áhrif á fiska-
lífið við strendur Norður- og Austurlandsins og það, að
fískiafli byrjar að jafnaði miklu seinna á árinu á Norð-
ur- og Auslurlandi, en á Suður og Vesturlandi, hygg eg að
sé eðlileg afleiðing af því, að sjórinn á hinum fyrgreindu
I) í brcfinu voru athugasemdirnar út af fyrir sig á el'tir, cn licr læt
eg hverja athugasemd fylgja ]>ví atriöi, er hún á við, prentaða með
smáletri.
8