Andvari - 01.01.1905, Síða 121
Fiskirannsóknir
115
ýmsum tliiium er inni á grunnmiðum eða inni í fjörð-
uin, verður, þegar hann fer burtu, hvort liann geng-
ur þá lengra með ströndum fram, eða leítar út til
hafs á djúpmiðin.
(5. Hvort finna megi útskýringu eða orsakir til
hinna mildu breytinga er verða á fiskigöngum á ýms-
um svæðum við strendurnar, þannig að fiskurinn
legst frá árum saman, en kemur svo snögglega ai’tur.
I ritum frá 18. öld eru þannig upplýsingar um að á sið-
ari hluta þeirrar aldar hafi komið um 20 ára timabil, er
tiskur lagðist frá Austfjörðum og um álíka tímabil frá
Eyjafirði og Vestijörðum i kringum 1700. Hinar blóm-
legu tiskiveiðar fyrruin á Snæfellsnesi og í Breiðafjarðari
eyjum tiðu smám saman undir lok eftir miðja 19. öld,
sökum þess að fiskurinn hætti að ganga á sínar vanalcgu
stöðVar. Aðeins á norðanverðu Snæfellsnesi hafa þær
rétt við aftur á siðari árum. Styttri aflaleysistímaliil
liafa komið á öðrum stöðum, t. d. við Faxaflóa. Óbreytt-
um fiskimönnum er oft gjarnt á að skella skuldinni á út-
lenda fiskimenn eða brúkun sumra veiðarfæra.
7. Göngur síldarinnar og brygningarstaði hennar.
8. Göngur og hrygningarstaði loðnu og sandsílis.
t). Hvar hrognkelsin lialda sig utan þess tírna,
sem þau eru lil hrygningar inni við strendurnar.
hessi fiskur er til allmikilla nota fyrir íslendinga, eink-
um á Suður- og Vesturlandi, þótt hann sé lítils virði í
útlöndum. En menn vita mjög lítið um lifnaðarhætti
hans og dvalarstaði utan gottíma. Þó sézt hann stundum
ofansjávar allangt frá landi og í febrúar hefur hajin feng-
ist í botnvörpur á 40—50 l'ðm. dýpi við Iteykjanes. Ung-
viðið er oft ofansjávar.
10. Hvar laxinn heldur sig þann tímann, sem
hann er ekki í ósöltu vatni; hvorl liann el’ lil vill
inuni fara yfir til nágrannalandanna.
Pað mundi hafa mikla þýðingu fyrir islenzka laxveiða
löggjöf, að vita með vissu, hvort laxinn heldur sér að
ströndum landsins, eða livort hann fer yfir hafið til ná-
grannalandanna. Eg álít það reyndar ekki sennilegt, eu
þó ekki ómögulegt. bað er víst um laxinn í Eystrasalti,
að hann fer langar ferðir.