Andvari - 01.01.1905, Side 122
116
Fiskirannsóknir
11. Hvernig hákarlinn gýtur og hvar og hve-
nær það er.
F’etta er leyndardómur, eins og kunnugt er og mjög
æskilegt að hann yrði opinskár. Samkvæmt því er ís-
lenzkir hákarlamenn segja, fer hannaf miðum að áliðnu
sumri og lcitar út í djúpin (til að gjóta?). Menn hafa al-
drei séð minni unga en álnarlanga hér um bil. Eg skal
láta ósagt, livort fiskimaður einn, er sagði mér að hann
liefði eitt sinn séð handarlangan unga í hákarli, liafi tek-
ið rétt eftir. Sá hákarl veidcíist í ágúst, 7 mílur vestur
af Snæfellsnesi.
12. Hvort hvalir, sérstaklega þeir sem veiddir
eru við ísland, liaíi nokkur áhrií' á göngu síldarinn-
ar inn í íirði og livort hvalveiðarnar við ísland hafi
nokkur skaðvæn álirif á síldarveiðar á íslandi.
Þetta er nú sem stendur áhugamál hér á landí. Á síð-
ustu árum héfi eg reynt að kynna mér það eftir föngum,
með því að leita mér bæði sögulegra og annara upplýs-
inga um það og við það hef eg komist á þá skoðun, að
þýðingu hvalanna fyrir fiskiveiðarnar verði að álíta mjög
litla og að sá órói, sem sumir hvalir koma á hreyfinga-
litlar síldartorfur inni i fjörðum, geti eins vel orðið tii
ógagns og til gagns fyrir aflabrögðin.
13. Hvort veiðar botnvörpugufuskipanna hafi
nokkur áhrif á göngur fiska með ströndunum og hvort
útlit sé fyrir að þau veiði upp fiskinn.
Eg hefi um síðasta áratug reynt eftir mætti að fylgjast
með í háttum fiskiveiða við suðvesturslrönd íslands og
sannfærst um það, að botnvörpunga'r geta ekki álitist að
hafa nein veruleg eða langvinn áhrif á fiskigöngurnar,
eins og fiskimenn ælla. Að nokkur þurð hafi orðið á
þorski og ýsu, er ómögulegt að sjá.
14. Getur niðurburður frá fiskiskipum og beita
á lóðarönglum haft nokkur veruleg áhrif á göngur
íiska inn að ströndum og inn í íirði ?
Pað er mjög almenn skoðun á meðal íslenzkra fiski-
manna, að hinir umgetnu hlutir hafl mikil áhrif á ferðir
lisksins, þannig að hann á göngu sinni inn í firði eða
upp að ströndum stöðvist þar sem þess konar safnast
saman og haldist kyrr við það um Iengri tíma. Pess
vegna liafa menn gert ýmsar samþyktir, er banna að