Andvari - 01.01.1905, Síða 124
118
Fiskirannsóknir
ur á að heyra álit útlendra vísindamanna á þeim,
svo framai’lega sem þau yrðu tekin lil meðferðar.
Rannsóknaskipið kom hingað til landsímaí 1903
og var mér þá boðið að vera með því þá tvo mán-
uði, er það yrði hér við land, júní og júlí. Eg gal
þó að eins notað boðið í júlí og var eg þá með skip-
inu eins og hefi sagt frá í ísafold, 61. og 62. tbl. 1903.
Svo var aftur boðið að vera með skipinu í sumar er
leið og þáði eg það boð allan júlímánuð, sbr. Isa-
fold 67. og 68. tbl. 1904.
Þann slutta tíma er skipið hefur verið að rann-
sóknum hér við land og við Færeyjar, kring um 4
mánuði hvort ár, hefur því orðið furðu mikið ágengt.
Hafa mörg af þeim atriðum, er eg áður nefndi, verið
tekin til meðferðar og forstöðumaður fiskirannsókn-
anna, Dr. phil. Johs Schmidt, hefur þegar látið uppi
skoðun sína á sumum þeirra, l. d. hvalveiðamálinu
og áhrifum botnvörpuveiða, í bók, er hann liefur sam-
ið um rannsóknirnar 1903 og heitir »Fiskeriunder-
sögelser ved Island og Færöerne i Sommeren 1903.
Sú bók er nú hér víða í bókasöfnum og heldri lestr-
arfélögum í sjávarþorpum.
Eg lieíi frá byrjun látið Dr. Schmidt i té allar
þær upplýsingar viðvíkjandi íslenzkri íiskifræði og
íslenzkum fiskiveiðum, er eg hef getað og reynt eftir
megni að styðja rannsóknirnar og vinna saman við
þær, svo að þær geti geíið sem mestan árangur al-
ment og sérstaklega fyrir íslenzkar fiskiveiðar.
II. Þorsknetaveiðar utan vertíðar i Faxaflóa á síðustu árum.
Á ferð þeirri er eg fór um Suðurland 1896, kom
eg í Garðiim, sem er, eins og kunnugt er, ein bezta
verstöðin við Faxaflóa, þar sem lnin liggur við »dyrn-
ar« að suðurilóanum, Garðsjónum, við iunanverðan