Andvari - 01.01.1905, Síða 126
120
Fiskirannsóknir
Eg fór í september í liaust út í Garð og Leiru
til að leita mér upplýsinga um, hvernig fór um fram-
hald þessara byrjunartilrauna og hverjir aðrir höfðu
orðið til að gera þær. Sá sem næstur varð, var Sig-
hvatur borgari Gunnlaugsson í Gerðum. Hann lagði
þegar um Jónsmessu (24/e) næsta vor (1897) og afl-
aði í fyrstu lögninni 100 þorska og auk þess 8 há-
merar og mikið af háíi. Seinna um sumarið og liaust-
ið rcyndu íleiri, bæði úr Garði og Leiru, þar á meðal
Árni Árnason í Gerðum, og ölluðu töluvert. Næstu
2 ár var tilraununum haldið áfram, en með fremur
litlum árangri, og hefðu þær líklega hætt smámsam-
an, ef ekki hefði komið nýr maður til sögunnar og
það var Finnhogi Lárusson, borgari í Gerðum. Hann
flutli þangað frá Reykjavík í febrúar 1898. Byrjaði
hann þegar næsta haust að leggja net til reynslu og
hélt þeim tilraunum áfram með atorku, eu fremur
litlum árangri í 3 ár. Höfðu menn hingað til að eins
lagt á Kirkjumiði, en haustið 1903 lagði formaður
Finnboga á s. n. Miðabrún og þá byrjaði fyrst veru-
legur afli, en hann varð þó enn meiri haustið 1903.
í*á byrjuðu menn alment netalagnir 26. ágúst og var
þeim haldið áfram lil nýárs, þegar gaf. Stunduðu
þá flestir bátar í Garði og margir i Leiru og víðar
þessar veiðar og varð meðalhlutur nærri 400 af vænsta
þorski, en mjög var aflinn misjafn, langmestur hjá
Finnboga. Eftir því sem kaupmaður einn kunnugur
sagði mér, áleit hann, að netaaflinn það haust hefði
verið eilthvað um 50 pús. króna virði, fyrir utan lifur
og höfuð. Það er ekki svo litið, og enn þá meiri
hefði hann orðið, ef hotnvörpungar hefðu ekki þrá-
faldlega skemt mikið af veiðarfærum og spilt afla
fyrir mönnum. Eitthvað af veiðarfæraskemdunum
var þó bælt upp siðar.
í haust er leið varð aflinn miklu minni, 150 tiskar
meðallilutur lijá 15 bátum í Garði, lægstur 40, liæst-