Andvari - 01.01.1905, Page 131
Fiskirannsóknir
125
lil. Er netaþorskurinn sérstakt afbrigði af þorski?
Það hefur verið skoðun margra liskimanna við
Faxaflóa, að »netafiskurinn«, o: þorskur sá er aflast
í net, sé sérstakur fiskur, eða þorskur með sérstök-
um einkennum og lifnaðarháttum, er ekki geti tekið
þeim breytingum, að liann verði líkur vanalegum
þorski, er fæst á færi eða lóð, m. ö. o., að hann
verði að þess konar fiski.
Eg verð fyrst að taka það fram, að ekki er allur
sá þorskur eins, sem fæst í net og því gei'a íiskimenn
greinarmun á »ekta« netafiski og öðrum þorski, er
oft veiðist í netin og það er því sá »ekta« eða
»rétti« netaþorskur sem hér er um að ræða. Eg hafði
fyrir löngu hugsað mér að reyna að komast eftir því,
að hve miklu leyti væri ástæða til að álíta netaþorsk-
inn sérstakan íisk, en þar sem hinn rétti netafiskur
fekst svo að segja ekki á vetrarvertíð síðustu ár ald-
arinnar, og sízt á Inanesjamiðum, þá var ekki auðið
að fá nýfenginn fisk til skoðunar, fyr en nú síðustu
2—3 ár.
Samkvæmt lýsingu fiskimanna er hinn rélti neta-
fiskur fullstór þorskur, mjög feitur, með lílið, fram-
mjótt (keilumyndað) höfuð, sem er »stungið fyrir
hann«, tannlaus, að því er sumir segja, eða með
mjög smáum tönnum, mjög digur og kviðmikill, með
fullþroskuðmn hrognum og sviljum (þessvegna aðeins
vetrarvertíðarfiskur) með tóman og samanskroppinn
maga (einstöku sinnum þó með leyfar af meltusíli)
sporðmjóddin fremur gild. Hann á ekki að laka
beitu og fæst því ekki á lóð né á færi, verður jafn-
vel ekki kræktur á bera öngla. — Nú hefi eg fengið
til skoðunar nokkra fiska af þessu tægi, þar á meðal
einn, er gamall og reyndur netamaður valdi lianda
mér, sem fullkomlega »ekta« netalisk í alla staði,
veiddan í Garðsjó í april 1903, og eg verð að segja
það, að lýsingin átti að öllu leyti við hann, nema að