Andvari - 01.01.1905, Qupperneq 136
130
Fiskirannsóknir
mikið og skiftir ef lil vill svo ört tönnum, að hann
verður að »ekta« netaíiski.
Þessari skoðun minni lil stuðnings skal eg geta
þess, að eg skoðaði 20 úrvalsþorska, er veiddir
voru í botnvörpu, 7 mílur vestur af Reykjanesi 19.
marz í vetur á einu af skipum þeim, er íiska fyrir
verzlunina »Edinborg«. Þessir íiskar voru 91—125
cm. (35—48") langir, flestir mjög feilir, með mikla
lifur, sumir troðnir af loðnu, reglulegur »sílliskur«,
aðrir (helmingurinn) með tóman maga. Flestir voru
lirognfiskar, mcð stórum, ógótnum lirognum. Að dómi
nokkurra viðstaddra manna, er vanir voru netafiski,
voru sumir þessara liska »ekta« netaíiskar, feikna
kviðmiklir og stungið fyrir þá liöfðinu, sporðmjódd-
in gild o. s. frv., en þó voru engir þeirra verulega
smátentir, né »tannlausir«. Hefðu þessir liskar ekki
verið veiddir þarna, en fengið að ganga inn í Faxa-
flóa og veiðsl þar i net eftir svo sem hálfsmánaðar
tíma, þá hefðu þeir þótt þar »ekta« netafiskar, flestir
hverjir; það er ekki efamál.
Bjóðist tækifæri, mun eg gera enn þá fleiri athug-
anir i þessa ált.
I Faxallóa fæst stundum í hotnvörpur síðari hluta
sumars stútungur, sem cr ákaflega feitur. Þannig var
það í Akranessjó í septemher 1897 (shr. skýrslu mína
í Andvara 1898, hls. (i(5). Sá fiskur var auðsjáanlega
búinn að íita sig á sandsílinu þar í ílóanum og líkt-
ist netafiski að ýmsu lejdi, nema hvað hann var
minni. Hahn hefði og eílaust fengist í net, ef þau
hefðu verið lögð fyrir hann nógu smáriðin. Af þessu
má sjá að smærri þorskur (stútungurinn) fær einnig
á sig netafisksins útlit að nokkru leyti, ef hann er
mjög feitur, en mjög smár þorskur (smáþyrsklingur)
sést aldrei þannig, enda lifir liann mest á 'botnfæðu
(krabbadýrum og krossíiskum), sem ekki heíir eins
mikið næringargildi fyrir hann og sílið. Væri hinn