Andvari - 01.01.1905, Síða 140
134
Fiskirannsóknir
verið og ógæftir miklar yfir haustin. Eftir því sem
Þorsteini telst til, hefur stærðin á þorskinum verið
þannig, að x/8 heíir verið 18 þuml. og þar yfir (máls-
fiskur), 4/'8 12—18 þuml. og 8/8 oiulir 12 þuml., m.
ö. o. aðeins lítill hluli af aflanum fullvaxinn fiskur.
Skýrslan sýnir að hlutarhæðin hefur verið mun meiri
árin 1883—98, en á undan og eftir, og sé þessi skýrsla
horin saman við fyrri skýrsluna, þá sést það að hlutir
eru miklu hærri að jafnaði eftir en fyrir 1880; aíli
hefur og yfirleitt aukist eftir 1867 og aldrei verið
meiri en síðasta áratug aldarinnar, að tveim síðustu
árunum undanteknum, en þá voru ógæftir að liaust-
inu til meðfram orsök tii þess að aflinn varð ekki
meiri. Þetta sýnir að aflabrögðunum hefur ekki farið
aftur á þessu tímabili í þessari útkjálkaveiðistöð og
sjálfsagt er fiskur sá, er fengist hefur á síðustu árum
ekki rírari eða smærri en það, er þorsteinn segir
um hann síðustu 20 ár aldarinnar. I siðustu dálk-
um síðari skýrslunnar sést, hvenær byrjað hefur að
allast á vorin og livenær það hefur liætt á liaustin.
Hefur eingin breyting orðið á þessu á þeim árum, er
skýrslan nær yfir, þó það sé allbreytilegt frá einu ári
lil annars. Sýnir þetta yfirleitt nokkurn veginn, hve-
nær fiskur hefur komið á grunnmið og farið af þeim
á þessu svæði þessi ár, þó veðrálla hafi eflaust sum
árin meinað mönnum að sækja sjó allan þann tíma,
er fiskur hefur verið fyrir. Árin 1882—84 hefurfisk-
ur verið fyrir óvenjulega snemma árs, eins og stund-
um ber við oftar norðanlands. Skýrsla þessi geymir
þannig í sér ýmiskonar fróðleik, sem gefur góðar
upplýsingar um fiskigöngur'úti fyrir Fljótum. Væri
óskandi að fleiri vildu skrifa þannig árlega upp hjá
sér ýmislegt um aflabrögð og fiskigöngur, ekki aðeins
um þorsk, heldur einnig um ýsu, síld o. II. Auk
róðrafjölda, hlutarhæðar og veiðitíma, væri mjög
^eslcilegt að getið væri um, hvenær göngur korau eða