Andvari - 01.01.1905, Síða 143
Ferð um norðanverðan Noreg
137
að skrifa henni og leggja fram fyrir hana skjöl þau
og skilríki sem jeg hefði og gælu gelið þær upplýs-
ingar sem með þyrfti.
Jeg dró þá saman aðalefnið úr brjefum sýslu-
manna og annara til stjórnarráðsins um vantandi
vinnukraft lijer á landi; jafnframt lijet jeg því, að
fólk, sem hefði góð meðmæli í höndum og væri vax-
ið því staríi sem það rjeðist til, skyldi fá þeim skil-
málum fullnægt er það væri ráðið með, og jeg sam-
kvæmt brjefunum liefði vald til að bjóða.
Á tilteknum tíma fjekk jeg hrjef frá stjórn skrif-
stofunnar og segir liún í því, að þar sem ætlun mín
sje að fá fólk til fastrar veru og húsetu á fslandi, þá
livorki geli hún nje vilji styðja mál mitt, því slikt
striddi á móti ætlunarverki slofnunarinnar, er kostuð
væri af hæjarsjóði.
En i Björgvin var mjer nauðsynlegt að ná í að-
stoðarmann. Jeg sá, að ef lil þess kæmi að útflutn-
ingur frá Noregi norðanverðum ætti sjer stað til Is-
lands, þá yrði leiðin að liggja um Björgvin, því þang-
að mundi hægt að fá skipin, sem fara milli Islands
og útlanda, lil að koma og taka við fólkinu, en naum—
ast norðar. Þarna varð jeg því að ná í mann, sem
taka vildi að sjer umsjón með útllutningunum og að
leiðbeina þeim sem leita vildu sjer atvinnu á íslandi.
Jeg l'ór því til Monsens kapteins, sem hefur Skrif-
stofu fyrir ráðningu fiskimanna og sjómanna, og
spurði liann, hvort hann vildi vera hjálplegur til
þess að ráða verkafólk 1il íslands. Hann kvaðst fús lil
þess, og gaf jeg honum þá allar upplýsingar j)essu
viðvíkjandi. Með liðsinni hans ljekk jeg strax settan
útdrátt úr brjefum sýslumanna og annara til sljórn-
arráðsins, um vantandi vinnukraft í landinu, í »Ber-
gens Aftenhlad« ásamt áskorun til fleiri hlaða í Nor-
egi um að laka Jælta upp. Þetta liafði þau álirif,
að úr þessu fóru að streyma brjef hvaðanæfa úr Nor-