Andvari - 01.01.1905, Síða 144
138
Ferö um
egi til hr. Monsens með óskum ei'tir atvinnu á ís-
landi. Raunin varð þó sú, að vinnufólk ofan úr
sveitum í Noregi væri ekki fáanlegt til sveitavinnu á
ísiandi fyrir það kaup sem í boði væri, með því að
kaupgjald í Noregi væri jafnhátt, og jafnvel hærra
(vinnumanna frá 200—300 kr. um árið og vinnu-
kvenna frá 5—12 kr. um mánuðinn). Enn fremur
kom það í Ijós, að vinnufólksekla upp til sveita
í Noregi cr jafnmikil og á Islandi; unga fóllcið ílykk-
ist þaðan til Ameríku, eða þyrpist saman í sjávar-
bæjunum, eins og bjer, karlmennirnir til íiskiveiða
og siglinga, en stúlkurnar til þess að »spille Damer«.
Margt er líkt með skyldum.
Aftur á móti sýndi það sig, að sjómenn og liski-
menn væri hægt að fá fyrir kaup það sem tiltekið
var í brjefunum, en þó yrði líklega að sjá þeim fyrir
fari npp til Islands og í fyrstu að tiltaka einhverja
upphæð í kaup, sem þó þyrfti ekki að fara fram úr
því sem menn nú víðsvegar uin land bjóðast til þess
að taka íiskimenn fyrir. Útdrálturinn úr brjefum
sýslumanna o. 11., sem jeg liafði fengið birtan í »Ber-
gens Aftenblad«, kom nú út í öðrum norskum blöð-
um, »Lófótposten« o. 11.
Jeg komst í Bergen af tilviljun í kynni við gaml-
an stúdent, V. Vilhelmsen að nafni, og ráðfærði mig
við liann um það, livort jeg sltyldi halda fyrirlestur
um ísland í Björgvin. Hvatti hann mig í fyrstu lil
þess og kvaðst lus til að liðsinna mjer í því efni, út-
vega mjer hús o. s. frv. Hann sá hjá mjer »Islands
Kultur« eftir Dr. Valtýr Guðmundsson og bað mig
að ljá sjer bókina heim lil sín, því sjer væri forvitni
á að kynnast bögum íslendinga; kvaðst svo skyldi
ráðleggja mjer alt liið bezta fyrirlestrunum viðvíkjandi.
Daginn eftir kemur hann með bókina, en er þá
orðinn gersamlega öfugur við það sem liann áður
var, segist af lestri bókarinnar bafa fengið alt annað