Andvari - 01.01.1905, Síða 145
norðanverðan Noreg
139
álit á ísiandi en af viðræðum sínum við mig; þar
sje fátækt svo mikil að 20. liver maður sje á sveit;
hafísinn umkringi mestan liluta landsins oft um
hábjargræðistímann; af eldgosum, gauragangi nált-
úrunnar, lior og harðrjetti liaíi tugir þúsunda af l'ólki
dáið á ölluin öldum; maður sje þarna einsogásjóð-
andi eggskurni, sem springi þá og þegar; það sjc ekki
lengra en 8 ár síðan margir bæir liaíi fallið af jarð-
skjálftum ogmenn og fjenaður liundruðum saman orðið
húsvilt og í marga daga orðið að hafast’ við úti á
víðavangi, matbjörg hefði ónýzt ogjörðin rifnað sund-
á margra mílna svæði; orðið jarðskjálfti eitt út af
fyrir sig væri nóg til þess að fylla hvern ærlegan
Norðmann með hrolli og skellingu. Þar sem jeg gerð-
ist talsmaður innflutninga frá Noregi lil þessa lands,
þá teldi hann það sama sem að sitja á svikráðum
við landa sína, en það, að hann gerðist mjer lijálp-
legur í þessu, væri sama sem að verða landráðamaður.
Það óð mjög mikið á manninum, og jeg gat naum-
asl komið upp orði til mótmæla. Hann kvaðst engar
upplýsingar þurfa hjá mjer, sagði að bæði jeg, þingið
og stjórnin, sem stuðlaði lil þess að fólk flytti inn i
þetta land, tæki á sig mikla ábyrgð. Til þess að sjá
l'ólkið þyrfti ekki annað en að lletta upp hókinni og
horfa á þessu veðurbörðu útigangsandlit málúð við
hliðina á torfkofunum; þau sýndu bezt, hvílík kjör
slíkt fólk hefði búið við og byggi við, »og ef þjer
reynið til að halda fyrirlestur lijer í Björgvin, þá skal
jeg sjá lil að þjer komist að því l’ullkeyptu«, sagði
hann að lokum. Jeg liafði nú ekki önnur úrræði en
að visa manninum út. Því næst tók jeg hókina og
læsti hana niður, lil þess að hún skyldi ekki framar
verða hneykslunarliella nokkurs manns á ferð minni.
En eftir þessar viðtökur sá jeg ekki lil neins að halda
fyrirlestur í Björgvin og hjelt svo þaðan norður með
jandi, til Bodö,