Andvari - 01.01.1905, Side 153
norðanvcrðan Noreg
147
Auðvitað væri því ekkert iil fyrirstöðu, að hann sendi
skip raeð vorinu til norðanverðs Noregs, ef vissa
væri fyrir að nokkuð margir rnenn þaðan AÍldu la
far til Islands. Kvaðst hann vilja styðja málið eftir
því sem hann gæti og taldi það geta orðið íslandi
til hagsmuna.
1 Kaupmannahöfn voru margir íslenzkir kaup-
menn og útgerðarmenn, sjerstaklega frá Austurland-
inu, sem höfðu mikinn áhuga á því að fá vinnukraft
til íslands frá Noregi. Sögðu þeir, að það sem stæði
Austfjörðum fyrir þrifum væri fólksleysið, er gerði
mönnum nær ómögulegt að reka atvihnu sína, þótt
auðsær arður væri í aðra hönd. Kaupmaður I’or-
steinn Jónsson í Höfn i Borgarfirði fór þvíaðvönnu
spori, er hann hafði heyrt af ferð minni, norðúr lil
Bodö og Lofoten í því skyni að ráða þar Ijölda fólks
lil sumarsins, hæði fyrir sig og aðra.
Eftir 8 daga viðstöðu í Kaupmannahöfn fór jeg
aftur til Björgvinar, en þaðan með »Pervie« til ís-
lands og kom lil Reykjavíkur 14. l'ehrúar.
Þegar jeg nú, eftir þessa för mína, hugleiði, livort
koma mætti á fólksflutningum til Islands frá norðan-
verðum Noregi, og í öðru lagi, livort það fóllc sem
þaðan kæmi gæti þrifist á íslandi, þá lilýt jeg að
svara hvorutveggja játandi.
Við nákvæman samanhurð á löndunum sjest, að
loftslag og hiti er mjög líkt og að lifnaðarhættir manna
eru nálega liinir sömu á háðum slöðunum. En það
sem mælir með innílutningi til lslands frá þessum
hjeruðmn er, að hjer eru skilyrði fyrir lífsframfærsl-
unni belri, fiskimiðin margfalt víðáltumeiri, eða rjett-
ara sagt: nær óþrjótandi; þar að aýiki gnægð af gras-
gefnu landi óræktuðu, er gæti fætt og klætt þúsundir
manna, en af því hel’ur Noregur ekkert aílögu.
10*