Andvari - 01.01.1905, Síða 160
154
Verzlunármál íslands.
50 árum, þá er verzlunin var géfin frjáls við allar
þjóðir frá 1. apríl 1855. Mikið hefur verzlunin auk-
ist og batnað síðan, dágóðar og myndarlegar verzl-
anir eru nú komnar á fót í Reykjavík (t. a. m. Cop-
land & Berrie og Thomsensverzlun), og þó — live
hörmulega mikið vantar samt á, að verzlunin sje
komin i golt lag? Enn blómgast vöruskiptaverzlunin
á íslandi; enn eru öll viðskipti meðal manna á ís-
Iandi ógreið og gagnsýrð af gömlu verzlunarólagi (sjá
Almanak Þjóðvinafjelagsins um árið 1004 bls. 55—
56); enn ræður þar ósatt og ranglátt verð á flestum
vörum. Hvorki landsmenn nje landið nýtur hins
árScga ágóða af verzlun landsmanna, og enn eru aðcil-
stöðvar liinnar íslenzku verzlunar erlendis, í stað þess
að þær eiga að veva í landinu sjálfu (sbr. bækling minn:
Framtíðarmál. K.m.liöfn 1891).
Til þess þó að reyna að færa löndum minum
beim sanninn um það, að lijer sje eigi um neilt óvinn-
andi verk að ræða, bef jeg skýrl frá því áður í Al-
manaki Þjóðvinaljelagsins, að bin næsta frændþjóð
vor Fœreijingar, sem eru fimm sinnum fámennari
en vjer Islendingar, hafa ])egar fyrir löngu hrundið
verzlun sinni í sæmilcgt lag. Þeir hafa að vísu haft
betri verzlunarlög en vjer (sjá Almanak Þjóðvinafje-
lagsins um árið 1902 bls. 76 —77), en þau lög getum
vjer einnig fengið. Og þólt vjer fengjum þau eigi,
er minnst undir þeim komið, eins og verzluninni er
nú orðið báttað á síðustu áruin. Mest er undir viti,
þekldngu, hyggindum, samvinnn og framkvœmd þjóð-
arinnar lcomið, því að ef vjer hefjumst handa á nýjan
leik, til þess að reyna að laga verzlun vora, eigum
vjer að lála skeiðið verða svo langt og sprettinn svo
góðan, að vjer komum miklu betra lagi á verzlun
vora, en Færeyingar liafa nú á verzlun sinni. Nú
eru menn komnir lcngra á leið, en þá er Færeyingar