Andvari - 01.01.1905, Page 183
þjóöarmeín.
177
I3að má nú nærri gela, hvilikur voði er búinn
þessum smálöndum l>æði af aðstreyminu að bæjun-
um og litflutningum, enda eru stjórnirnar á Norður-
löndum, einkum í Danmörku og Svíaríki, farnar að
reyna að reisa rönd við þeim ófagnaði. Og nú
liefur einmitt verið gripið til þeirra ráða, sem væn-
legust þykja, að koma upp nýrri stjett manna,—sem
eru nefndir húsmenn með grasnyt —, er stunda livort-
tveggja í senn, landbúnaðinn og einhverja smáatvinnu
jafnframt. í Danmörku hafa verið samin lög til að
útvega mönnum slík grasbýli og reyna aö koma und-
ir þá fótunum til sveita, eu þetta er einmitt gert til
að sporna við aðstreyminu að bæjunum og útstreym-
inu til Ameríku. Lög þessi gefast allvel og skal nánar
drepið á, hvernig þau eru.
Húsmannslögin í Danmörku, sem voru staðfest
24/s 1899, eru í aðalatriðum á þessa leið. Ríkið gef-
ur mönnum, einkum vinnumönnum, er feugist hafa
við landbúnað, kost á láni lil að kaupa smájarðir,
svo að þeir með tímanum verði sjálfseigiiarbænd-
ur. Umsækjandi á að vera fullveðja og hafa unnið
að landvinnu í síðustu ö ár; liann verður og að eiga
svo mikið til, að það nemi Vio af andvirði jarðar-
innar. Hann getur sjálfur valið sjer jörðina, en get-
ur fengið °/10 ;'ð láni af andvirðinu úr ríkissjóði, ef
hann fær meðmæli þar til kvaddra matsmanna. Rík-
ið lánar hverjum einstakling allt að 3600 kr. og er
þá andvirði allrar jarðarinnar 4000. Lánið ávaxtast
með 3°/o árlega, en er afborgunarlaust fyrstu 5 árin;
úr því borgar húsmaðurinn vexli og afborgun af hálfri
uppliæðinni með 4°/o árl„ og þegar sá helmingur er
borgaður, liefst afborgunin á seinni hehningnum með
31/2°/o. — Menn lmfa nú þegar hagnýtt sjer lög þessi
að nokkrum mun, en ekki nærri eins milcið og gert
var ráð fyrir á fjárlögunum. 1900/or sóllu 209, um lánin
1901/o2 247, og 1902/o3 367, það er samtals 823. Afþeim
12