Andvari - 01.01.1905, Blaðsíða 185
þjóðarmeín.
179
útstreyminu úr sveitunum. Líti maður á Landshags-
slcýrslurriar 1902, árið eptir manntalið, þá sjest, að af
öllum útfluttum vörum, sem landið framleiddi, námu
sjávarafurðir um 7^/a—8 milj. kr.
landafurðir — 2x/2 — —
en í peningum var úlflutt x/2 * — —
alls 11 milj. ltr.
Af þessu sjest, að sá fimmtungur landsmanna, er
sjóinn stundar, framleiðir allt að 8/r hlutum af öllu
veltufje landsins, og sýnir það þegar, hvílík gullkista
liaíið í kringum strendur landsins er1); — en allar
landafurðir námu að eins sem svarar L'.i af allri
npphæðinni. Og er það tiltölulega alit of lítið. Það
virðist því í fljótu hragði svo sem sá fimtungur manna,
er sjóinn stnnda, liaíi unnið þrefalt að verðmæti til
á við þá 8/b, er landið stunda, og væri það vel farið,
ef arðurinn lenti ekki á stundum í höndum einstakra
manna, er þjóta með hann úr landi og eyða lionum
annarsstaðar.
Þrátt fyrir allan arðinn eru þó miklir meinbugir
samfara sjávarútveginum, einkum el’ hann nú eykst
og magnast úr því sem er, og ekki er á einhvern
liátt bætt úr fóllcseklunni til sveita. Því eigi sveitirn-
ar stöðugt að miðla vinnukraptinum, þá eyðasl þær
og níðast, en við það hralcar sjálfu landinu svo, að það
að síðustu getur orðið að sjóveri og selstöðulandi.
Þess vegna er útstreymið úr sveitunum, alll hvað það
eykst úr því sem er, æði viðsjárvert og getur orðið
að átumeini lands og þjóðar, þegar til lengdar lætur.
Þá er annað átumeinið, sem við eigum við að
berjast. Það eru*Vesturheimsflutningarnir. Þeirvoru
ákaflega miklir einkum á áratugnum 1880—1890. Þá
mátti heita að 12. hver maður færi úr landi, því að
1) Hyolveiðamenn oj? síldarveiða frá Noregi eigá raunar tölnverðan
þátt i sjávariitveginuin, en mikið af þvi er lagt á land lijer og getur því
einnig talist lil afurða landsins.
12*