Andvari - 01.01.1905, Side 190
184
Þjóðhagir og
aðinn; ætti hún að geta styrkt menn til að flytja
saman og koma upp smáhverfum austanfjalls og
annarsstaðar, þar sem nóg er undirlendið. Og í
stað þess að láta Ræktunarsjóð íslands ganga í
þúi'nasléttun og því um líkt á öllum útkjálkum og
annesjum landsins, væri nær að nota hann til fyrir-
heita fyrir efnilegustu sveitahverfin, þar sem sam-
vinnan lekst bezt, eða þá að nota hann allan til
þess að nema nýtt land eins og Safamýrina, með
því að þurræsa hana og gera hana að byggilegu
landi. Og svo mætti ef til vill veita á fjárlögunum,
þó landssjóðsstyrkur sje alltaf viðsjárverður, af því
svo lítið er fyrir honum hal't, nokkra uppliæð líkt
og í Danmörku til þess að styrkja efnilega og duglega
vinnumenn, sem unað hafa sveitavinnunni og eru
ekki stokknir til sjávarins, til þess að ná undir sig
grasbýlum í sveitum þessum. Þannig ættu þá í stað
lausafólks þess, sem nú er, að koma upp blómleg
smábýli í góðum og grasgæfum sveitum með mönn-
um, er ættu föst lieimili og lifðu í náinni sam-
vinnu og samfjelagi liver við annan, hæði að því er
landvinnuna og annan atviunurekstur snertir. Með
því móti ætli það, sem byggilegast er af landinu, að
geta smáræktast að nýju og ótal heimili ætlu að
gela risið upp, þar sem nú eru eyðijarðir og ó-
selin lönd. Bændastjett sú, er þannig risi upp, ætti
þá með samtökum og öllugri vinnuhrögðum, einkum
að vetrinum, að geta framleitt ýmislegt það, sem eg
nú ætla að benda á.
Ekki skal langt farið í lyrstu og eklci stungið
upp öðru en því, sem næst liggur, sem sje því, að
bænclur fari að verja öllum tómstundum sínum til
þcss að iiiima úr afurðum tandsins. Pó þeir beindust
ekki að fleiru í bráð, gæti vinna þessi orðið mikil
og arðvænleg.