Andvari - 01.01.1905, Qupperneq 191
þjóðarmein.
185
Fyrst skal þá ncfna smjör- og mjólkurbúin, sem
einmitt eiga ])ezl við þaulyrkjuna og þjettbýlið. Stundi
bændur einna helzt túnræktina, þá liggur næst að
koma upp kúabúum, cn þau eru einmitt undirstaða
smjörgerðarinnar. I5að liggur því beint við, að bæild-
ur snúi sjer einna bclzt að þessu tvennu: kúabúum
og smjörgerð.
En þeim ætti þó að vera innanhandar jafnt cpt-
ir sem áður, að liafa sauðfjárræktina að auki, eink-
um ef þeir vegna þjettbýlisins geta haft sameiginleg
fjárhús, sameiginlega smala og sameiginlcga úthaga,
sem þeir rækta ekki. Þelta gefst vel víða annars-
staðar, eins og t. d. i Sviss, og því skyldi það þá
ekki lilca geta tekist lijá okkur? En af fjenu fá
menn bæði ket og ull til þess að vinna úr.
Næst smjörgerðinni kemur því ullarvinnan. Það
er leitt til þess að hugsa, að tóvinnan, sem áður var
svo mjög iðlcuð hjer á landi, skuli til skamms tíma
liafa verið að smáleggjasl niður, þangað til ullar-
verksmiðjurnar fóru að koma upp. En þó ullar-
verksmiðjurnar vinni nú allt fljótar, ef ekki betur, geta
bændur eptir sem áður stundað suma ullarvinnu,
einkum prjón og vefnað. Því þó ekki standi nema
þrjú til fjögur bændabýli í hvyrfingu, eiga þau að
geta útvegað sjer hæði vefstaði og prjónavjelar og
nolað hvorttveggja í sameiningu og með samlögum
liæði að því er snertir el’ni og vinnuall.
Það er leitt að vita til þess, að nú skuli ckki
vera eptir nema nafnið tómt af öllum þeim ullariðn-
aði, sem áður var i landinu, og að jafnvel aðrar smærri
þjóðir eins og t. d. Færeyingar skuli vera farnir að
hagnýta sjer liinn forna markað vorn og sigla með
vörur sínar undir voru nafni, Þannig er l. d. í Dan-
mörku seldar »islenzkar peysur» og »íslenzkir sokk-
ar«, sem aldrei hafa íslandi sjeð, en eru húnar til
á — Færeyjum. Það eru livítir, vel til búnir ullar-