Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 12
"218
SIGURÐUR NORDAL:
[VAKA.]
Síðufjöllin og Lómagnúpur, sern gnapir frarn yfir sand-
inn. Út úr honum kom Járngrímur í draumi Flosa.
Niður í gegnuin túnið á Svínafelli renna tveir Iækir.
í gil junum eru stórvaxnar og blómlegar hríslur. Þær eiga
álfar og jrað hefur hlíft þeim. Þar er yndislegt að sitja
undir bjarkaliminu við laufadyn og fossanið, svo að fáir
eru sælli staðir á íslandi. En ef upp er litið, gín við jök-
ullinn og grettar malaröldur, steinsnar frá túnjaðrin-
um. Hér eru sömu andstæður grimmdar og mildi sem í
skapi Hildigunnar og Flosa. Enginn sögustaður talar
enn í dag skýrara máli.
Og það er gott að sjá, að garður Flosa er betur set-
inn en garður Gunnars og ýmis forn höfuðból. Svína-
fell er að vísu skift milli fjögurra bænda, að sið Öræf-
inga, en Jrar er myndarsvipur á öllu. Enn er jafngott og
áður var að „knýja á hurðir FIosa“. Allir íslendingar
gera mikið fyrir gesti sína. Öræfingar hafa alveg sérstakt
lag á að láta manni finnast þeir vera að gera Jrað allt
fyrir sjálfa sig.
Eg kom á fjóra bæi í Öræfum, fyrir utan Svínafell.
Skaftafell er innst. Bæirnir standa nú uppi á ávalri
hungu, en Skeiðará rennur undir brekkunni. Þar er
skógur talsverður, gil í túninu með fossum og hríslum
og forkunnar fallegir hlettir. I Skaftafelli eru þrjú býli
og 600 fjár á einu búinu. Næst fyrir utan Svínafell er
prestssetrið Sandfell. Þar er einbýli og mjög bert í kring-
um túnið, en jörðin þó talin góð. Þar fyrir utan er Hof,
kirkjustaðurinn. Það liggur í skjóli undir grasi vaxinni
brekku, túnið er stórt, enda standa í því 7 bæir. Þeir
eru allir úr torfi og eins kirkjan, og auk jress er fjölda
af smákofum dreift um allt túnið, að gömlum sið, sem
nú er viðast lagður niður. Þetta helzta sveitaþorp á
Islandi er nú mjög hlýlegt og skemmtilegt j'fir að líta,
en eitt timburhús væri nóg til þess að spilla samræminu.
Næst fyrir utan Hof er Fagurhólsmýri. Sá bær stendur
frammi á hamrabrún, sem sjór hefur gengið upp að fyrr-