Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 44
250
ÁGÚST BJARNASON:
[vaka]
þar seni þeir hafa reynzt oss vel, en verzlun vor við önn-
ur Iönd en Danmörku stórum aukizt. Landsverzlun var
og reynd hér í stríðinu, svo og ríkisumsjón á innflutn-
ingi og útflutningi. En ekki skal vikið hér nánar að
þessu mismunandi verzlunarlagi, heldur að eins gefið
stutt vfirlit yfir hina vaxandi verzlunarveltu síðustu
44 ár.
Skýrslur um verðmæti innfluttrar vöru ná ekki lengra
aftur en til 1880, en samkvæmt þeim hefir verzlun-
arveltan verið svo sem hér segir:
Útflutt Innflutt Samtals
innkaupsverð + fragt
Kr. Kr. Kr.
1880 ................... 6.717.000 4.309.000 11.026.000
1890 ................... 5.034.000 4.549.000 9.583.000
1900 ................... 9.000.000 6.528.000 15.528.000
1910 ................... 14.406.000 11.323.000 25.729.000
1920 ................... 60.512.000 82.301.000 142.813.000
1923 .................. 58.005.000 50.739.000 108.744.000
1924 .................. 86.310.000 63.781.000 150.091.000
Eins og sjá má af töflunni hefir útfultningur jafnað-
arlegast verið heldur meiri en innflutningur nenia hið
merkilega ár 1920, er innflutningur nam nær 22 mill.
króna meiru en útflutningur, en í þeirri upphæð voru
meðal annars fólgin skipakaup fyrir liðugar 11 mill.
króna, en þau juku aftur framleiðslu komandi ára, sér-
staklega ársins 1924, sem er eitthvert hið mesta veltiár,
sem komið hefir yfir þetta land, enda nam þá útflutn-
ingur nær 23 mill. króna meiru en innflutningur. En á
þessum 44 árum frá 1880 hefir verzlunarveltan því nær
þrettánfaldazt, útflutningur því nær tólffaldazt og inn-
flutningur því nær fjórtánfaldazt, og er auðvitað síðasta
hlutfallið viðsjárverðast, eins og síðar skal sýnt. En lít-
um nú nánara á framleiðsluna og útflutninginn.