Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 47
.[vaka]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
253
En hvað er þá að segja um landafurðirnar? Mætti
ekki gera ráð fyrir rneiru verðmæti útfluttra landafurða
en 7—9 millíónum, þegar bezt lætur? Jú, því að bæði má
rækta landið svo, að það gefi miklu meira af sér, fram-
leiða miklu meiri landafurðir en gert hefir verið til
þessa, og svo má margfalda verðmæti þessara landaf-
urða með því að vinna þær í landinu. Nú eru flestar
landafurðir vorar fluttar út óunnar og ótilreiddar að
mestu, kjötið, ullin og skinnin, allt nema smjörið, sem
nú er mikið til hætt að flytja út. En mætti ekki sjóða
niður mjólk, kjöt og kæfu til útflutnings? Mætti ekki
framleiða skyr og osta fyrir erlenda markaði? Skyr eða
það, sem er mjög líkt skyri, svonefndur „rjómaostur"
(fromage dc créme) kemur þó hæði frá Normandíi og
Elsass-Lothringen og er etið bæði á Frakklandi og
Þýzkalandi. Löngu fyrir stríð var það selt í smástein-
krukkum, er tóku eina eða tvær matskeiðar, á að mig
minnir 1 franka krukkan. Þá hefir það sýnt sig tví-
vegis, að unnt er að búa hér til ágætan gráðaostflioque-
fort) og sjálfsagt mætti búa til fleiri osta. Kæfu úr kjöti
og lifur mætti og sjálfsagt gera að góðri og eftirsóttri
verzlunarvöru; og eins mætti sjóða niður kindakjötið á
hinn margvíslegasta hátt. En þó mundi það mestu
skifta, ef vér kynnum að búa til almennilega lialdgóða
dúka úr ullinni. En til þessa þyrfti að tvinna og þrinna
bandið, svo að dúkarnir yrðu haldbetri en þeir nú eru,
og jafnframt að reyna að gera þá fallegri bæði að gerð
og áferð, svo að þeir jöfnuðust á við erlenda diika; en
þá mætti lika sjálfsagt útvega þeim svo að segja ótak-
markaðan markað. Ég er i litlum vafa um, að ef vel
væri unnið úr allri þessari efnivöru af landafurða-tæi, þá
mætti fjórfalda og jafnvel fimmfalda verðmæti landaf-
urða og koma þeim þannig til jafns við sjávarafurð-
irnar, ef ekki hærra. En til þessa útheimtist það, að
iandið verði betur yrkt og ræktað, og eins hitt, að menn