Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 83
[VAKAj
BAUGABROT.
289
aði. Úti á götunni, beint fyrir neðan gluggann hjá mér,
hafði hópur af hunduin lent í áfloguin, og varð af gríð-
arlegur hávaði.
Mér varð þessi draumur ekki sérstaklega minnisstæð-
ur fyr en eitthvað hálfum mánuði seinna, að ég mætti
manni, sem ég þekkti í sjón og vissi nafn á, enda var
hann hverjum manni kunnur. Hann var sem sé það, sem
kallað er foringi, vegsögumaður fyrir almenningsálitið,
oddviti í málum þjóðfélagsins. Óðara en ég sá hann, stakk
mig endurminning: svipurinn á veiðihundinum. Þ a r n a
var andlitið, sem ég hafði verið að reyna að koma fvrir
mig í draumnum, en ekki tekizt. Og á samri stundu þótti
mér sem nýrri birtu brygði á manninn og lífsferil hans.
Nú rann loks upp fyrir mér skýringin á ýmsu í háttsemi
inannsins, sem mér hafði áður fundizt torskilið, hik
á einu leitinu, óvænt átök á öðru og stundum snögg um-
skifti. Óljós tortryggni, sein lengi hafði leynzt ineð mér,
varð í einni svipan að skýlausri vissu: Hann átti því
að þakka orðstír sinn og upphefð, að hann fór að eins
og veiðihundurinn.
Frá honum hvarflaði hugurinn, svo sem eðlilegt
var, til annara foringja, og mér varð það ljóst af að
Iíta yfir hópinn, að hann var engan veginn einn með
þessu marki brenndur. Þar gat að líta aðra, sem ahnenn-
ingur taldi mikilmenni, en voru í rauninni ekki annað
en sniðugir náungar. Og ég fór að sjá skýrar, ég komst
á snoðir um eitt af fólgnustu leyndarmálum á sviði forust-
unnar — mjög einfalda brellu, sem væntanlegir keppend-
ur geta aldrei nógsamlega fest sér í minni. Ráðlegging-
in hljóðar svo: Gættu þess jafnan frammi fyrir almenn-
ingi að vera á hlaupum á undan vagninum, en gefðu
honum þó gætur í laumi — einkum á vegamótum.
Og hvar er þá hreyfiaflið? Ja, þ a ð býst ég ekki við
að nokkurntíma verði skilið til fulls. Það eitt er óhætt
að segja, að vagninn knýja áfram allir og enginn, að
liann fer leiðar sinnar, af því að svo verður að vera, en
lætur sig engu skifta, hvort veiðihundur lileypur á und-
an eða ekki.
[Úr „Udsyn og Indblik“ eftir Sigurd Ibsen. — J. S. býddi.]
19