Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 19
[VAKA
ÖRÆFI OG ÖRÆFINGAR.
225
láta ekki tækin smækka sig. Enginn neitar þvi, að borg-
armenning bjóði ríkari þroskakosti en sveitalif. En
hversu margir bæjabúar færa sér þá kosti í nyt? Menn
gleyma að skoða þægindin sem skyldur, heldur heimta
þau sem réttindi. Því fer það einatt svo, að mennirnir
minnka sjálfir með þeim örðugleikum, sem rutt er af
braut þeirra. Þeir heimta þægindin, þurfa þeirra og njóta,
en gleyma að krefja sjálfa sig um full iðgjöld fyrir þau.
Þess vegna veslast svo mikið af ágætum hæfileikuin upp
í umbúðum nútima-tækninnar. Þar sem lífsbaráttan er
nógu hörð og fjölbreytt, hefur hún vit fyrir fólkinu og
forðar því frá þeiin tímanlega dauða að verða kjöltu-
rakkar þægindanna.
Eg má ekki til þess hugsa, að Fljótshverfið og Öræfin
eigi eftir að verða óbyggð, að enginn íslendingur fái
lengur að alast upp við Skeiðará og sandana, skriðjökl-
ana og hríslurnar í giljunum, — að þessi náttúra verði
að eins augnagaman hraðfara ferðamanna, sem kæmi
fljúgandi og settist þar eins og kría á stein. Eg geri ráð
fyrir nýjum farartækjum, því að þá myndi enginn kunna
að fylgja ríðandi manni yfir árnar. Hér er fólk, sem
geymir eldgamla þekkingu á jöklum og jökulvötnum, sem
hefur séð skriðjöklana skila því aftur, sem þeir hafa
tekið, hefur æft augu sín kynslóð eftir kynslóð á því
að athuga straumlag vatnanna og lagt líf sitt við taflið.
Hér er fólk, sem hefur ekki einungis vaxið að karl-
mennsku við torfærurnar, heldur gestrisni, mannúð,
drengskap og samheldni. Hvað ætli sumir þessir mann-
kostir lifði lengi í sinni fornu mynd í þröngbýli láglend-
anna, þar sem menn verða að temja sér að gefa olnboga-
skot fremur en rétta fram höndina? Er það ekki sam-
hljóða álit flestra þeirra, sem þekkja eitthvað til íslands
og íslendinga, að fólkið sé yfirleitt kjarnmest við fjöll-
in, að uppsveitirnar beri af lágsveitunum? Og búsældin
hefur reynzt drjúg til dalanna. En þó að svo væri, að
hagfræðin benti til hins gagnstæða, hefur hún ekki ein
15