Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 15
1' VAKA.l
ÖUÆFI OG ÖRÆFINGAR.
221
felli, sem forðaði sér upp í Flosahelli, og einn hestur
blesóttur, sem stóð á Blesakletti hjá Fagurhólsmýri.
Öræfajökull gaus í síðasta sinn sumarið 1727, fyrir
réttum 200 árum. Jarðskjálftarnir hófust 3. ágúst, en
síðan hlupu bæði Virkisjökull og Kotárjökull, sinn hvor-
um megin við bæinn á Sandfelli. í hlaupum þessum
fórst mikið af kvikfénaði, 600 fjár, 160 hestar og 80
nautgripir, en manntjón varð furðu lítið. í selinu frá
Svínafelli fórust þrír menn, en fólkið í Kotárseli náðist
lifandi eftir að hafa verið umkringt af flóðinu hálfan
inánuð. Sú jörð hefur ekki byggzt síðan. Miklar skemmd-
ir urðu á löndum Hofs og Svínafells og enn í dag er
landið kringum túnið á Sandfelli í auðn. Jakarnir voru
svo stórvaxnir, að þá bar við brúnina á Lómagnúp frá
bæjum að sjá. Eftir hlaupin gaus eldurinn upp úr jökl-
inum með fádæma dnnum, myrkri og öskufalli. Spillt-
ist jörðin svo, að flest fólk varð að flýja úr sveitinni
um skeið, og hafa sumir blettir aldrei náð sér aftur,
fyrir utan þá, sem hlaupin eyddu. Eldurinn var uppi í
jöklinum þangað til árið eftir. En undir eins og aftur
tók að gróa jörðin, hurfu Öræfingar heim til býla sinna.
VI.
Það er ekki að furða, þó að einhverjum yrði að spyrja:
er nokkurt vit i að vera að byggja slíka sveit, þar sem
yfirvofandi tortíming bætist ofan á sífelldar mannraunir,
erfiðleika og einangrun? Á ekki að leggja Öræfin, Horn-
strandir og Grímsey, afdalabýlin og útnesjakotin í eyði,
flytja allt fólkið í beztu sveitirnar, rækta þær og efla?
Er það ekki hóflaus sóun fjár og krafta að vera að þenja
svo fámenna þjóð um allt þetta stóra og misjafna land?
Hagfræðingar og búfræðingar verða að svara þessum
spurningum frá sínu sjónarmiði. Það má vel vera, að
allir íslendingar gæti komizt fyrir í lágsveitunum hér
austan fjalls og verstöðvunum á suðurnesjum. Það
myndi spara stórfé til vega og strandferða og gera all-