Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 71
[vaka]
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
277
var kjörgengisaldur þeirra ákveöinn 35 ár, en ekki 25
ár eins og annara þinginanna. Var búizt við, að menn
væru jafnaðarlega orðnir íhaldssamari 35 ára en þeir
eru 25 ára, og því var og kosningarréttur við landskjör
bundinn við 35 ára aldur. Kjörtími þeirra skyldi vera
Jengri en annara þingmanna, og var þess vænst, að með
því móti yrðu þeir sjálfstæðari og óháðari kjósendum en
aðrir þingmenn. Þingrof áttu eigi að taka til þeirra, og
átti það að gjöra þá óháðari gagnvart stjórninni. Hér
skal eigi um það rætt, hver þörf var á þvi að tryggja
ihaldið í þinginu, en það er þegar fullreynt, að það
tekst eigi með þessum hætti, enda var þess aldrei að
vænta. Landskjörin hafa þegar sýnt það, að þar nær
enginn kosningu nema sá, sem styðst við einhvern af
aðalflokkunum. Og flokkarnir hafa, eins og vænta mátti,
valið menn til landskjörs fyrst og fremst eftir því, hvort
þeir eru tryggir og eindregnir flokksmenn, en ekki með
það fyrir augum, að þeir væru íhaldssamir. Þeim til-
gangi, sem réttlæta átti landskjörið, hefir því eigi verið
náð, og menn bæði úr Framsóknar- og íhaldsflokki hafa
borið fram á þingi tillögur um afnám landskjörsins.
Þær hafa þó eigi náð fram að ganga, og það væri heldur
eigi æskilegt, að þær gjörðu það, því landskjörið á rétt
á sér af annari ástæðu. Það bætir dálitið upp misréttið,
sem leiðir af kjördæmaskipuninni, og þeir, sem svo eru
kjörnir, ættu að vera lausari við það, sem nefnt er
hreppapólitík, en aðrir þingmenn. Þetta er það eina, sem
réttlætir landskjörið í þeirri mynd, sem það nú er í, og
þess vegna er ekki ástæða til að gjöra neinn annan mun
á landskjörnuin þingmönnum og öðrum þingmönnum,
en þann, sem leiðir af því, að þeir eru kosnir fyrir landið
allt, en eigi fyrir eitt hérað. Breytingarnar, sem sam-
þykktar voru, miða flestar að því að draga úr þeim mun,
sem nú er á Iandskjörnum þingmönnum og öðruin þing-
mönnum, og eru þær allar spor í rétta átt. I sunnim efn-
nm er þó skrefið eigi stigið allt, t. d. þar sem kosningar-