Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 43
[vaka]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
249’
V e r z 1 u n og v i ð s k i f t i . Verzlunarlagið hefir
tekið mjög miklum stakkaskiftum á síðustu fimmtíu
árum. Árið 1874 eimdi svo mjög eftir af gömlu einok-
unarverzluninni, að selstöðuverzlanir danskra og ís-
lenzkra kaupmanna voru þá enn hringinn í kringum allt
land; voru selstöðukaupmenn þessir víðast hvar einir
um hituna, svo að þeir gátu skapað mönnum verð bæði
á erlendri og innlendri vöru og það því heldur sem þeir
héldu uppi bæði vöruskiftaverzlun og lánsverzlun; menn
áttu því enn mjög víða mikið undir kaupmannsins náð
og voru víðast hvar meira og minna bundnir á skulda-
klafann. Nú hefir þessum selstöðuverzlunum erlendra
og innlendra manna stórum fækkað á síðustu árum og
áratugum, og þó eru þær ekki enn alveg horfnar og jafn-
vel sumstaðar einskonar kaupfélagseinokun komin í
staðinn. Kaupfélagsskapur bænda hófst um 1880 og er
nú mjög víða komin á samkeppni milli kaupmanna og
kaupfélaga, einkum eftir að samvinnufélagsskapurinn
hófst laust eftir aldamót. Er það vel til þess fallið að
halda verðlaginu niðri, að samkeppni sé sem víðast milli
kaupfélaga og kaupmanna, en þá verða þó þessir aðilar
að standa nokkurn veginn jafnt að vígi. Eftir að Verzl-
unarskólinn var stofnaður 1905, fór kaupmannastéttin
að verða meira og meira innlend, og íslenzkir heild-
salar risu upp hér og þar, einkum í Reykjavík. Var þetta
aðallega því að þakka, að farið var að kenna önnur
tunguinál en dönsku, t. d. bæði ensku og þýzku í Verzl-
unarskólanum og mönnum jafnframt kennd bréfavið-
skifti á þeim máJum, auk verzlunarreiknings, bókfærslu
og vélritunar. En þetta varð aftur til þess að losa um
verzlunartengslin við Dani og greiða fyrir beinum við-
skiftum milli íslands og annara landa. Símasamband og
greiðari saingöngur við önnur lönd hafa og átt rnikinn
og góðan þátt í þessu, svo að nú má segja, að verzlun-
arstéttin sé orðin að mestu leyti innlend, þótt nokkrir er-
lendir kaupmenn séu hér enn, og er ekki um það að fást,