Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 85

Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 85
[vaka] BAUGABROT. 291 burtreið. Mér er sjálfum eins farið og smádrengjunum i þessu efni. Þeir eru ekki heldur aðgerðarlausir, sem standa og bíða eftir lestinni tvö fimmtán. Hugleiðingar þeirra geta verið fullar af frjómagni andans. Margar fegurstu stundir lífs míns hafa liðið á Clapham Junc- tion, sem eg býst við að sé nú komin í kaf. Eg hefi ol'tsinnis verið þar í svo föstu og dulardjúpu skapi, að vatnið hefði vel mátt ná mér í mitti áður en eg tæki sérstaklega eftir þvi. En í öllum slíkum óþægindum er eins og eg sagði, alt undir því komið, hvernig á er lit- ið. Það er óhætt að prófa þetta á nálega hverjum þeim hlut, sem venjulega er talinn til aígengra skaprauna daglega lífsins. Það er t. d. almenn skoðun, að það sé leiðinlegt að verða að elta hattinn sinn. Hvers vegna skyldi gætnum manni og guðhræddum þykja það leiðinlegt? Ekki að eins fyrir þá sök, að það er hlaup og hlaup lýja mann. Sama fólkið hleypur af miklu meira móði eftir leiðin- legum leðurknetti en það mundi hlaupa eftir fallegum silkihatti. Það þykir niðurlæging að elta hattinn sinn; og þegar menn segja að það sé niðurlæging, þá eiga þeir við, að það sé skoplegt. Vist er það skoplegt; en mennirnir eru afarskoplegar skepnur og flestar athafn- ir þeirra eru skoplegar — t. d. að eta. Og skoplegast af öllu er einmitt það, sem skyldast er að gera — t. d. leita ástar. Sá, sem eltir hattinn sinn, er hvergi nærri eins skoplegur og sá, sem eltir konu. Sá, sem liti rétt á þetta, gæti elt hattinn sinn í hetju- móði og heilagri gleði. Hann gæti þótzt glaðvær veiði- maður, sem væri að elta villidýr, því að vissulega gæti ekkert dýr viltara verið. Mér er líka næst að halda, að hattaveiðar í hvassviðrum verði íþrótt æðri stéttanna þegar tímar líða. Þá hittast herrar og frúr á hæðum uppi í morgungusti. Þau frétta, að þjónar- þeir, er til þess eru settir, hafi hleypt hatti af stað í því og því kjarrinu eða hvernig sem það verður nú orðað. Að- gætandi er, að með slíkri aðferð væri tvinnuð sainan í- þrótt og mannúð. Veiðimennirnir fyndu, að þeir væru ekki að vekja sársauka. Nei, þeir fyndu að þeir væru að vekja ánægju, innilega, nálega óstjórnlega ánægju hjá áhorfendunum. Síðast þegar eg sá háaldraðan höfðingsmann elta hattinn sinn í Hyde Park, þá sagði eg við hann, að hans hlýja hjarta ætti að fyllast friði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.