Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 102
liriTREGXm.
[ V A K A
:io8
unnar er honum lokuð bók og til ástar hefir hann aldrei
fundið. Þessvegna sér hann ekkert nema sora og and-
styggð í samlífi karls og konu. Afstaða hans til konunn-
ar er skýrasta sönnunin fyrir algjörum skorti hans á
sainúð með öðrum mannverum. En sú ímyndun hans,
að hann elski menniiia, er sterkasti vottur þess, hve
sjálfsdýrkun hans er blind um tvítugsaldurinn, áður en
hann gerist hlífðarlaus og strangur rannsóknardómari
síns eigin eðlis. „Eg gæti dáið fyrir heiminn, ef nokkr-
um væri þægð í því, já, látið krossfesta mig fyrir allt
sem er í heiminum. Eg elska svo mennina! Eg elska
þá alla, — elska þá eins og óvitabörn á hvítum kjólum,
eins og franskar smámeyjar í skrúðgöngu, saklausar,
bjartar og umkomulausar. Mig langar til að taka þá alla
í faðminn og strjúka hendi minni um vanga þeirra,
harða og hrjúfa af baráttu, raunum og svndum. Kom-
ið þið allir upp að brjósti mér, elsku vinir mínir!“
Þetta segir hann tvítugur, en breytir aldrei vel við nokk-
urn mann, sneiðir hjá öllum, sem hann ekki væntir sér
hjálpar af, særir, óvirðir og hreluir frá sér alla þá, sem
elska hann.
En þrátt fyrir sjálfselsku sína og hrottaskap, fær Jiessi
höfuðpersóna sögunnar sterkt á hug lesandans fyrir ó-
vertjulega skapgerðarkosti, en ekki fyrst og fremst fyrir
gáfur sínar. (En höfuðgáfa hans er mælskan; hann seg-
ir inargt djúpviturt, en bullar líka ósköpin öll; full-
kominni sjálfselsku getur aldrei verið samfara viðfeðm-
inn skilningur á líl'inu). í brjósti hans brennur sterk og
djörf eilil' Jirá eftir sjálfsþroskun, fullkomnun, eftir
fegrun síns eigin manneðlis og æðra lil'i en bæði hann
sjálfur og aðrir lifa. Þessi þrá er hinn harði kjarni
manngildis hans, sem viðurstyggð Hfsins fær aldrei
unnið á. Honum er sama um alla aðra — sína eigin
sál vill hann samstilla Jieim vilja, sem býr í sköpunar-
verkinu, guði. En hvernig á hann að þjóna þessum guði,
hvar liggur þroskabraiít þess inanns, sem ekkert getur
elskað nema sjálfan sig, sem er fullkominn einstæðing-
ur i tilverunni, af því að engin tilfinning veitir honum
hlutdeild í mannlífinu umhverfis hann? í þessari spurn-
ingu er fólgið viðfangsefni verksins. Af öllu sköpunar-
verki guðs skilur og elskar Steinn Elliði ekkert stund-
inni lengur nema aðeins sjálfan sig, en mannlífið í
heild sinni vekur honuin fyrirlitning og andstyggð.