Vaka - 01.07.1927, Page 77
[vaka]
STJÓRN'ARSKRÁRMÁLIÐ.
283
Til þess þarf gjörbreytingu á ölin atvinnulifinu og gjör-
breytingu á hugsunarhætti manna.
Niðurlagsorð. Sparnaður er hið heilaga orð i
íslenzkum stjórnmálum um þessar mundir. Allur þorri
stjórnmálamannanna setur það æðst og efst. í umræðum
um þjóðmál er sparnaðurinn orðinn aðalröksemdin.
Hann á að réttlæta allt. Þetta heilaga orð sætir þeim ör-
löguin, sem mörg heilög orð hafa sætt fyr og siðar, að
vera misbrúkað meira en flest orð önnur. Væri það löng
saga og mikil, ef hún væri sögð öll. Einn þátturinn í
henni er þetta stjórnarskrármál. Því er eingöngu hreyft
í nafni sparnaðarins. En jafnvel í augum þeirra manna,
er telja núverandi stjórnarskipun óviðunandi, er það
óviðurkvæinilegt að hagga henni af jafn fánýtum ástæð-
um og hér er gjört. Fimmtíu þúsund króna sparnaður
á ári, og þó meira væri, réttlætir það ekki, og hér er
jafnvel þessi sparnaður tvísýnn í mesta máta. Það er
virðingarleysi fyrir þjóðfélaginu að raska undirstöðu
þess af slíkum ástæðum. En virðingarleysi fyrir þjóð-
félaginu, og þar með fyrir sjálfum sér, er dýrasta óhófið
í þjóðarbúskapnum, og það væri nauðsynlegasti sparn-
aðurinn að draga úr því.
Ólafur Lárusson.