Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 29
[ vaka]
HORNRIÐI OG FJALLSPERRINGUR.
235
Stórfellt, en haflægt hornriðabrim er ein hin mikil-
fenglegasta sjón, sem getur að líta, enda er og þá oft
lieiðskýrt Areður og himinn klár: Himinháar holskeflis-
öldurnar, einatt meira en rastarlengd, koma steðjandi
af hafi utan og falla með heljarafli að fótum hins veg-
faranda manns og hrotna þar með brauki og bramli.
— Brimdráttarsogin róta sendnum sjávarbotninum til
og mynda háa sandölduhryggi á grunnsævinu Aið sjávar-
ströndina. — Mannvirkin á landi, sem nærri standa,
sand\rerpast, rótast og falla til grunna eða molna inél-
inu smærra. — Hálfrotuðum hraunmiðafiskinum skol-
ar á land upp, í stórum hrönnum, þar sein hann svo
flæðir upp í háflæðisfarinu, innan um ýmislegt rana-
mosk1) og rekald af öðru tæi, en er svo tíndur upp, er
ísa leysir og étinn með niurum og harðasæjum í harð-
indatíð á útmánuðum, enda hefir þá e. t. v. engin önn-
ur björg fengizt úr sjónum um lengri tíma og almenn-
ingur orðið að láta sér nægja mjólk, fjallagrös og söl í
bæði mál, inestallan veturinn, með fiskspili og hálfri
köku i litlaskattinn og lýsisbræðingi til AÁðbits. Var
þetta, þó lítið væri, engu óhollara en ýmislegt það, sem
nú er notað til nianneldis. — Rekatrén endasendast og
brotna í spækur og spýtnahrak, sem, áður en þar var
komið, voru margar álnir á milli losa2) eða snasa, og
því tífalt leiguliðagagn”), eins og það gat verið bezt úti
látið.
Slíkar eru oft á tíðum hamfarir hafrótsins og horn-
riðabrimsins við suðurströnd landsins, jafnvel þó á sól-
björtum sumardegi sé, enda sézt þá og hezt, hve til-
þrifamikið og tignarlegt það er.
Reykjavik, á fyrsta degi sumars 1ÍI27.
Jún Pálsson.
1) Ranamosk = rusl, 1). e. pari, pönglar og liöngulhausar,
kjarni, söl og þang. Oröið er einnig Uaft um flóðrek utan með
Ijörnum, sef- og starar-flóðuin, er það rekur að landi, þá er ísa