Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 18
22 4
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka'
til hugar að skorast undan henni. Hann ríður út í ána.
Hann og hesturinn verða eitt. Hugur hans þreifar uin
botninn fyrir hestsfótunum, sneiðir hjá stórgrýtinu, hall-
ar sér eftir straumlaginu. Einu sinni hnýtur hesturinn,
en pilturinn situr eins og gróinn við hann, vatnið skell-
ur snöggvast upp í mitti, en klárinn er fljótur að fóta
sig og þeir komast háðir votir og ánægðir upp úr ánni.
Hann riður skokk til þess að koma i sig hita. Þá mæt-
ir hann póstinum, sem hefur gist í Skaftafelli, og þar
verður heldur en ekki fagnaðarfundur. Pilturinn spyr
frétta. Pósturinn segir honum, að Amundsen hafí ætlað
á flugvél til norður-heimskautsins og verið svo lengi á
ferðinni, að hann hafi verið talinn af. Nú sé hann kom-
inn fram, hafi að vísu ekki komizt alla leið, en þó farið
mikla frægðarför, lent í ísnum og rutt sér þar flöt til
þess að taka sig upp af o. s. frv. Pósturinn spyr um ána.
Pilturinn svarar, að hún liggi hálfólánlega og það sé eins
rétt að fara hana niður frá. Hann sér, að það er ókunnugt
fólk með póstinum. Svo kveðjast þeir, en augu piltsins
leiftra af þessu æfintýri. Verst, að pósturinn skuli verða
kominn heim til hans á undan honum að segja fréttirnar!
Meðan hann er að smala, hugsar hann um flugvélar, sem
fari yfir Skeiðará eins og stokkið sé yfir bæjarlæk og geti
lent á sjálfum Hvannadalshnúk. En honum sést sainl
ekki yfir neinn dil, sem gæti verið hvít eða mórauð kind.
Hinu man hann alls ekki eftir, að hann á að fara aftur
yfir ána á leiðinni heim.
Það er auðvitað í sjálfu sér gott og blessað að fá vald
yfir náttúrunni, minnka áhættuna og stríðið fyrir dag-
legu brauði. En þó því að eins, að maðurinn vaxi svo, að
hann skapi sér jafnóðum nýja og meiri erfiðleika, auki
kröfurnar til sjálfs sín með vaxandi valdi, setji sér allt
af mark við efstu brún, sem hann eygir. Sjómenn vorir,
sem sækja svo út á háskans þröm, að nýtízku eimskip-
uin hvolfir undir þeim úti í rúmsjó eins og róðrarbvtt-
unuin undir forfeðrum þeirra, sýna dæmi manna, sem