Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 76
282
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
sefja niúginn, og reynslan kennir mönnum fljótt, hvað
hefir mest áhrif. Eftir því sem nær dregur kjördeginuin
harðnar kosningaundirróðurinn og vex æsingin. Og
þegar kjördagurinn kemur, er svo komið, að fjöldi manna
er löngu búinn að glata allri sjálfstæðri dómgreind gjör-
sainlega og orðinn að viljalausu verkfæri í höndum
kosningasmalanna, án þess að vita af þvi sjálfur. Kosn-
ingarnar svna þá ekki þjóðarviljann heldur hitt, hver
mestur er meistarinn í múgsefjuninni, hver leiknastur
er í refskákinni um sálir kjósendanna. Fer þá oft eins
og í kosningunni, sem Stephan G. Stephansson kvað
uin, að sá ber sigur af hólmi, sem er „lagnastur og lýgn-
astur“ og ófeimnastur að lofa því „sem enginn fær efnt“.
Bak við þetta standa flokksstjórnirnar, eins og her-
stjórnarráð í ófriði. Þær ráða þingmannaefnunum, liar-
dagaaðferðinni og vopnunum. Þær ráða yfir fénu, sem
lil herkostnaðarins þarf, og þær ráða yfir sigrinum. Það
má vera, að menn dragi i efa, að þetta eigi við um kosn-
ingar hér á landi, og vera kann, að þær séu eigi enn þá
alstaðar með fullkomnu nýtízku sniði, en þó er svo
sumstaðar, og alstaðar færast þær í þá áttina. Það er
t. d. vitanlegt, að nú orðið er nálega óhugsandi, að þing-
mannsefni nái kosningu, sem ekki vill bindast neinum
flokki á hönd. Þetta er ekki þjóðræði, heldur allt annað.
Það er fámenmsstjórn, en þeim mun hættulegri, að hún
kemur fram undir grímu þjóðræðisins. Þess vegna er
þjóðræðinu kennt um allt, sem miður fer við kosning-
arnar og á þingunum, og þess vegna telja sumir, að leiðin
út úr ógöngunum sé sú að snúa frá þjóðræðinu og hverfa
aftur að einveldinu. Þá tilraun er nú verið að gjöra á
Ítalíu og víðar, en það mun reynast, að þar verður seinni
villan verri hinni l'yrri. Það mun sannast, að leiðina út
úr ógöngunum er hvergi að finna nema á grundvelli
þjóðræðisins, og það er hið mikla verkefni framtíðarinn-
ar að bjarga þjóðræðinu úr klóm fámennisstjórnarinnar.
En til þess þarf mikið meira en stjórnarskrárbreytingu.