Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 52
258
ÁGÚST BJARNASOX:
[vaka]
Ef vér nú lítum á hinar óljúgfróðu tölur töl'lunnar
hér að ofan, þá sjáum' vér, að sykurneyzlan hefir á 40
árum þotið úr 7.„ kg. á mtyin 1885 uppí 37.2 kg. 1924,
og vínfanganautnin er, þrátt fyrir hann og bindindi, orð-
in heldur meiri á inann 1924 (1., 1.) en hún var 1885
(1.3 1.). Brennivínsneyzla og vínanda hafa vitanlega
lækkað að mun á saina tímabili, úr 2.;1 1. niður í 0., 1. á
mann; en hversu miklu af brenndum vinum, whisky
og cognakki, hefir ekki verið og er smyglað árlega inn
i landið? Um það þegja hagskýrslurnar og auðvitað illt
á það að gizka. En ætli vér kæmumst ekki upp í allt að
1 lítra af vínanda á mann, ef 511 kurl kæmu til grafar?
Ekkert af þessu kann nú að vaxa mönnum í augum.
En ef vér að lokum spyrjum að, hvað öll þessi munað-
arvara hafi kostað, þá fara tölurnar aftur að tala og
jafnvel að æpa að manni. Og er bezt að enda með ofur-
litlum samanburði á innflutningi síðasta áratugs og
skifta honum þó í tvo helminga, árin fyrir og eftir að
vér öðluðumst sálfstæðið.
Verðmæti innfluttrar munaðarvöru 1914—24.
Árið 1914 kr. 1.889.000 Arið 1919 kr. 9.447.000
— 1915 — 2.526.000 — 1920 — 7.842.000
— 1916 — 2.963.000 — 1921 — 5.690.000
— 1917 — 5.090.000 — 1922 — 5.616.000
— 1918 — 3.171.000 — 1923 — 6.465.000
Alls 1914-18 kr.15.639.000 — 1924 — Alls 1919-24 kr. 7.087.000 42.147.000
Á 11 árum höfum vér eytl samtals í munaðarvörur
57.780.000 kr., þar af því nær 15% mill. kr. 5 fyrstu ár-
in, en liðugum 42 mill. kr. síðustu 0 árin, síðan landið
fór að heita ríki, eða að meðaltali 3 mill. króna 5 fyrri
árin, en 7 mill. kr. á ári 6 hin síðari árin. Vér höfum
m. ö. o. aukið munaðarvöruna um 4 m i 11 . k r ó n a á