Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 104
31«
RITKHEGXIK.
[VAKA
en hætir við það á nýári sama ár, eftir að bölsýni hans
er orðin að nístandi þjáning.
1 fyrri hluta bréfsins er örvílnunin að byrja: „Þegar
við töluðum saman þóttist ég vera á réttri Ieið. Það er
einkenni rammviltra að þvkjast vera á réttri leið, og
þótt þeir fari í tóina hringi og komi tíu sinnum á sama
staðinn, þá kostar það andlega baráttu að sannfærast
um, að þeir hafi farið í hring .... Eftir að ég hafði
orkt tuttugu og átta kvæði (um guð) tókst mér að sann-
færa mig um, að ég hafði farið í tuttugu og átta hringi.
Eða réttara sagt: ég uppgötvaði, að ég var ekki á neinni
leið. Ég sigli hraðbyri út i bláinn. Ég hefi afarmargar
skoðanir á þvi, hvað sé rétt og hvað sé rangt, en því
miður verð ég að játa, að ég veit ekki hvað er rétt og
hvað er rangt .... Sem stendur er ég á flakki um Suð-
ur-England til að leita að sjálfum mér. Ég ætla að reyna
að tína mig saman. Ég er eins og vogrek á stangli með-
fram langri strönd .... Endnrfæðingar mínar og aft-
urhvörf voru aldrei annað en ljóðrænt hugarvingl“.
,,. . . Það er ekki annað en máltæki, að mennirnir eigi
að keppast við að vera fullkomnir, af því að guð sé full-
kominn . . . Væri guð fullkominn andi, mundi stjórn
hans á heiminum vera hámark siðferðilegrar full-
komnunar. En stjórni heiminum nokkur guð, þá er
sú stjórn ekki annað en heimskulegir duttlungar og ger-
ræði við lítilmagnann . . . Voldugir andar koma fram í
heiminum til að berjast fyrir mannlegri velferð og leggja
allt i sölurnar. Þeir elska mannkynið; velferð þess er
vín þeirra og brauð. En meðan þessir landleitendur
fullkomnunarinnar hafa verið að berjast fyrir velferð
mannkynsins, þá skipar Drottinn sjónum að glevpa fyr-
irvinnuna í kotinu og lætur síðan vindinn feykja þak-
inu ofan af kofaskrifli munaðarleysingjanna . .. Og
hann lætur millíón börn deyja úr hungri i Rússlandi,
Austurríki og Þý^kalandi þessi ár, sem við lifum á . . .
Hvers vegna hjálpar hann ekki þessum kveinandi aum-
ingjum? Hvað hai'a þeir unnið til saka?“
1 þessum fyrri kafla bréfsins dreymir Stein Elliða þó
enn um að vinna einhver óákveðin stórvirki. Hann lýs-
ir andstyggð sinni á konunni og holdlegum samförum af
mikilli mælsku og af skörpum en takmörkuðum skiln-
ingi lostafulls ungs manns, sem aldrei hefir haft hug-