Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 84
290
BAUGABROT.
[VAKA]'
UM AÐ ELTA HATTINN SINN.
Ég varð hálfóður af öfund er cg frétti, að vatnsflóð
hefir komið i Lundúnum í fjarvist minni, meðan ég er á
þurru landinu. Battersea-hverfið mitt hefir, skilst mér,
öðrum stöðum fremur fengið að vera vatnamót. Ég þarf
naumast að taka það fram, að Battersea var áður feg-
urst allra mannabvggða. Þegar nú þar á ofan kom ljóm-
andi vatnabreiður, þá hlýtur landslagið (eða vatnslag-
ið) í æfintýraþorpinu mínu að vera eitthvað alveg óvið-
jafnanlegt. Battersea hlýtur að vera Feneyjasýn. Bátur-
inn með kjötið úr slátrarabúðunum hefir liðið um silf-
urgáruð sund með gondólsins magnaða mjúkleik. Græn-
salinn, sem kom með kálhöfuðin á hornið við Latchmere
Boad, hefir hallazt á árina með gondólmannsins yfirnátt-
úrlega yndisþokka. Ekkert er eins háskáldlegt og eyja;
og þegar flæðir yl'ir hérað, verður það að eyjahafi.
Sumum finnst slík skáldleg skoðun á flóði eða bruna
naumast nógu raunvís. En þessi skáldlega skoðun á
slíkum óþægindum er i raun réttri alveg eins hagkvæm
og hin. Sannur bjartsýnismaður, er finnst slíkir hlutir
gleðiefni, er alveg eins rökvís og miklu hyggnari en
almennur „gremjufullur skattgreiðandi“, er finnst þeir
ólundarefni. Veruleg kvöl,,eins og t. d. af því að verða
brenndur í Smithfield eða al' tannpínu, er sök sér; hana
má þola, en naumast verður hennar notið. En þegar
öllu er á botninn hvolft, þá er tannpína undantekning,
og um það að brenna í Smithfield, þá líður afarlangt
á milli, að það hendi oss. Og flest óþægindi, sem karl-
menn bölva af og konur gráta af, eru tilfinningamál
eða ímynduð óþægindi — algjörlega andleg efni. T. d.
má oft heyra fullorðið fólk kvarta yfir því, að verða
að hanga á járnbrautarstöð og bíða eftir lestinni. Hafið
þið nokkurntíma heyrt smádreng kvarta yfir því að
verða að hanga á járnbrautarstöð og biða eftir lestinni?
Nei, því að fyrir hann er það að vera inni á járnbrautar-
stöð að vera inni í undrahelli og höll skáldlegs unaðar.
Því að fyrir honum eru rauðu og grænu merkjaljósin
sem ný sól og nýtt tungl. Og þegar trjáarmurinn með
merkinu fellur skyndilega niður, þá er það í hans aug-
um eins og voldugur konungur hefði látið veldissprot-
ann falla til merkis og sett af stað lestirnar i beljandi