Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 56
262
OLAFUR LARUSSON:
[vaka]
til þessa. Eg minnist þess ekki, að neitt af blöðunum
hafi gjört grein fyrir því ináli, svo að til nokkurrar
hlítar sé. Er þess þó sízt vanþörf, að það sé gjört, að
það sé skýrt i'yrir mönnum, hverjar breytingarnar eru,
hvaða gagn eða ógagn er að þeim, hver nanðsyn bar til
þess að þær væru gjörðar o. s. frv. Þetta mál ætti og að
vera Iærdómsríkara, eða meðferð þess, en flest eða öll
mál önnur, er fyrir Alþingi hafa komið hin siðari árin.
Þetta mál ætti að gefa gleggri og sannari mynd af póli-
tiskri hugsun þeirra stjórnmálamanna, er mestu ráða
hér á landi, en nokkurt mál annað. Þeir eru hér að fást
við sjálfa undirstöðu stjórnmálanna, stjórnarskrána.
Þær hugsjónir, sem þeir bera fyrir brjósti um breytta
stjórnarhagi og bætta, ættu hvergi að koma skýrara í
ljós en í þessu máli. Nú vita það allir, að það er síður
en svo, að allir séu ánægðir ineð þjóðskipulag það og
stjórnarskipun þá, er menningarþjóðir nútímans búa
við, og' vér búum við. Jafnaðarmenn vilja gjörbreyta
því, og margir aðrir telja miklar breytingar nauðsyn-
legar, ef vel á að fara. Þannig telja margir það fullreynt,
að þingræðisstjórnin, sem er eitt af aðalatriðunum i
stjórnarskipun nútímans, sé ekki lil lrambúðar í þeirri
inynd, sem hún nú er í, og að þar þurfi meginbreytinga
við, og flestir hugsandi menn munu sjá einhver mis-
smíði á henni. Hér á landi hefir síðustu árin verið ritað
allmikið um ókosti þingstjórnarinnar og bent á ýmsar
leiðir til bóta. Eg nefni hér að eins rit þeirra Ágústs
Bjarnasonar, Guðm. Finnbogasonar og Guðm. Hannes-
sonar. Hvaða áhrif hafa rit þessi haft á stjórnmálaleið-
toga vora og liver er yfirleitt afstaða þeirra lil þessa
máls? Sjá þeir nokkra agnúa á þingstjórninni, hvaða
agnúa sjá þeir og hvernig vilja þeir hæta úr þeim? Með-
ferð stjórnarskrármálsins ætti að sýna þetta.
Hér skal leitazt við að gjöra nokkra grein fyrir stjórn-
arskrárbreytingu síðasta þings. Bókmenntadóinari einn
fann að því á sínum tíma, að sumar greinar í Vöku