Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 74
280
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
Stafar þotta af því, að þar var að eins um yfirborðs-
breytingu að ræða, þó stórkotleg virtist.
Breytingaþörfin. Margir munu nú segja, að
engin ástæða sé til að gjöra aðrar breytingar en ein-
mitt svona yfirborðsbreytingar. Grundvelli stjórnar-
skipulagsins sé óþarft að hagga, hann sé eins góður og
hann geti frekast verið. Það sé að eins í nokkrum auka-
atriðum að bæta þurfi skipulagið. Vér höfum bæði þing-
ræði og þjóðræði, og þá sé einskis frekara að óska.
Þingræði höfum vér, satt er það. En sú reynsla er
fengin af því, bæði hér og annarsstaðar, að það þarf
inikla blindni til þess að sjá ekki, hve meingallað það
er, og það þarf mikla bölsýni til þess að örvænta um, að
annað betra verði sett í þess stað. Það er vandalítið verk
að benda á galla þingstjórnarinnar og hefir oft verið
gjört. Þeir hafa sýnt sig hér á Iandi eins og annarsstaðar
þar, sem þingstjórn hefir verið reynd, og höfum vér þó
ekki orðið ver úti i því efni en margar þjóðir aðrar. Það
hefir sýnt sig, að þingin hafa ekki megnað að leysa þau
hlutverk af hendi, sem þeiin hefir verið ætlað að vinna.
Og það er eðlilegt, að svo hafi farið. Þingstjórnin er
byggð á þeim grundvelli, að til þinganna veljist hinir
vitrustu og beztu menn einir, er fari eigi eftir öðru í
þingstörfunum en því, sem þeir sjá heill lýðs og lands
fyrir beztu. Þó að margur góður og vitur maður hafi
setið á þingi, bæði fyr og síðar, þá vona eg samt, að
allir séu mér sammála um, að langt sé frá því, að þessi
hugsjón hafi ræzt, og að engar líkur séu tii þess, að
hún muni rætast meðan vér búum við það skipulag, sem
nú er. Þingstjórnin byggist enn fremur á þeirri hugsun,
að hver þingmaður sé fær um að dæma um hvert mál,
sem til þingsins kasta kemur, en þau eru eins og allir
vita ærið margháttuð og hverjum manni ofætlun að hafa
vit á þeim öllum. Eg skal ekki lengja mál mitt með því
að rekja það í einstökum utriðum, hversu Alþingi hefir
rækt hlutverk sitt, en eg skal játa það, að eg er einn í