Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 100
30fi
MTFREGNIR.
[vaka]
er það, að menn þurfi hér eftir hvorki að vera að stag-
ast á gamal- né nýguðfræði, heldur ástunda það eitt að
Jifa og breyta í anda Krists. í þvi sé hinn eiginlegi
kristindómur fólginn. Sönn og einlæg trú lýsi sér frekar
i breytni en í skoðun, og er það hverju orði sannara.
Þetta rit L. G. er vel þess vert, að menn leaupi það og
lesi. Hvernig sem á er litið, er það eitthvert hið hrein-
skilnasta og einarðasta rit, sem út hefir komið nú í
mörg ár um trúmál á íslandi. Og sýnir það andlegt
sinnuleysi eða hugleysi blaða vorra, hversu fá þeirra
hafa orðið til þess að vekja eftirtekt manna á ritinu.
.4. //. B.
Halldór Kiljan Laxness: VEFARINN MIKLI FRÁ
KASMÍR. Rrik 1927.
Tveir ritdóinar.
I.
Loksins, loksins tilkomumikið skáldverk, sém rís eins
og hamraborg upp úr flatneskju íslenzkrar ljóða- og
sagnagerðar siðustu ára! ísland hefir eignazt nýtt stór-
skóld — það er blátt áfram skylda vor að viðurkenna það
með fögnuði. Halldór Iv. Laxness hefir ritað þessa sögu á
24. aldursári sinu Eg efast um að það komi fyrir einu sinni
á aldarfjórðungi að skáld á þeim aldri sem ji jafn snjalll
verk og þessi saga hans er. A (54. gráðu norðlægrar
breiddar hefir það aldrei fyr gerzt.
„Vefarinn mikli frá Kasmír“ er ekkert meistara-
verk — en tilþrifin fágæt og glæsileg. Stíllinn er
víða gallaður, en yfirleitt kjarnmeiri, blóðríkari, and-
ríkari, meira lifandi, hressandi, viltur og sannur og
æskusterkur en hjá nokkrum öðrum íslenzkum skáld-
sagnahöfundi. Þróun tímaborins islenzks söguslíls
tekur hálfrar aldar stökk með þessari bók H. K. L.
Sumstaðar koma fyrir viðvaningsleg ósannindi í mann-
lýsinguin — en yfirleitl eru þær frábærlega vel gerðar.
Steinn Elliði, Diljá, frú Jófríður, Örnólfur, Ylfingamóð-
irin, í allar þessar persónur hefir skáldið hlásið heitum
og mannlegum lífsanda, sripir þeirra eru skýrir, sér-
kennilegir og eftirminnilegir. Andríkið er sumstaðar til-
gerðarlegt, falskt, forskrúfað, líkingar bragðlausar eða
ófagrar („hana langaði til að . . strjúka nokkrum tón-