Vaka - 01.07.1927, Blaðsíða 23
[vaka]
HORNRIÐI OG I'MALLSPKRRINGUR.
229
lausan svo langtímum skiftir. Hornriðinn hefir þá, á
stundum, að eins eina eyktarstund til undirbúnings og er
þá oft svo skjótur á sér og skriðdrjúgur, að hann eyði-
Ieggur á svipstundu mestallan heyjaforðann, sem úti
liggur, eða þá fisk þann, sein breiddur hefir verið til
jierris þann daginn, og er þá vinnuharður mjög og móð-
hrokafullur.
Af ótal dæmum um það, hve hornriðinn getur oft ver-
ið heimsækinn og hlálegur, vil ég að eins minnast á
jirjú dæmi, enda eru þau mér enn í fersku minni frá
jieim tíma, í 22 ár, sem ég stundaði sjó nærfellt allan
ársins hring jiar eystra:
I. Vorið 1881, hinn 28. maí, var ný-útsprungið tungl og
því hádegis-ginfjara þá um daginn. Sjómenn fóru í
maðkasand að vanda, en gerðu sér ekki miklar vonir
um að finna svo mikinn maðk, sem nægði á kastið i
það sinn, þvi Leiran var uppurin mjög frá fyrri fjörum.
En þá brá svo við, að maðkurinn „óð uppi“ og höfðu
inenn á mjög skömmum tíma aflað meiri maðks en þörf
var á til róðursins þá um daginn og leizt þeim ekki á
blikuna, því sú var gömul trú manna og enda reynsla,
að þegar maðkurinn var svona óvenjulega ör, þá gaf
sjaldan með hann svo að gagni yrði. Sú varð og reynd-
in á í þetta sinn. Að vísu var ekkert athugavert við sjó-
veðrið. Sjórinn var Iygn og ládauður, en loft all-drunga-
legt, eins og oft á sér stað í lognmollutíð á vorum. Lóð-
ir voru þvi beittar í skyndi og skotizt lit með kastið,
en er að því var komið, að draga lóðirnar inn aftur,
fór sjóinn að ókyrra all ört. Flest brimaukaeinkenni
fóru að gera vart við sig: Drjúg undiralda, dráttarsog
og strauiniðudiskar strekktu í lóðirnar, purpuralitar
marglittutágar flæktust um árablöðin og allur varð sjór-
inn rauðflekkóttur eins og blóðvöllur væri. Fallið jókst
afskaplega og varð nærri óviðráðanlegt, svo að langt bar
af leíð, meðan lóðirnar voru teknar inn og var þó blæja-